Sunnudagskakan

Ég fæ yfirleitt eitthvað bögg frá sambýlismanninum fyrir að vera með annað hvort eggjarauður eða eggjahvítur í ísskápnum sem ég enda yfirleitt á að geyma í viku og henda svo…þannig varð þessi kaka eiginlega til. Ég ætlaði sko ekki að láta eggjahvíturnar skemmast svo að ég bakaði þá púðursykursmarengs, fyrsta skref. Svo átti ég hann nú í þónokkra daga og gleymdist næstum því svo að Kristín sá hann ekki og settist aðeins ofan á hann – þá brotnaði hann…svo var ég með kaffiboð á sunnudaginn, svo að ég fór að pæla hvernig ég gæti reddað þessum botni sem var upphaflega nokkrar einmanna eggjahvítur. Svo þetta varð raunin:

CAM00033

 1. Fyrsti botn – kornflexköku uppskrift sett í kökumót og látin harðna
  1. 150 g suðusúkkulaði
  2. 75 g smjör
  3. 6 msk síróp
  4. dass af kornflexi (þið þekkið þetta, allt brætt saman í potti)
 2. Banana og nutella rjómi settur ofan á (1 banani + 3-5 msk nutella bætt útí þeyttan rjóma)
 3. Blessaði marengsinn minn brotinn í bita of raðað ofan á rjómann góða
 4. Karamellusósan hennar Rikku notuð til að skreyta

Þetta reyndist hin ágætasta laus til þess að koma í veg fyrir að nokkrar eggjahvítur færu í ruslið 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s