Eggaldin með hnetuyndi, fetaostmauki og granatepli

Jæja, komin tími til að ég fari að setja inn einhverjar uppskriftir hérna, ekki bara Guðríður. En ok ég er búin að hafa góða afsökun, ég var í burtu nánast allan janúar í Nýja Sjálandi og Ástralíu og þá var ekki mikið verið að elda mat inni á hótelherbergjunum. En nú er ég löngu komin aftur og allt nokkurnvegin komin í rútinu og ég er allaveganna byrjuð að elda á nánast hverjum degi. Þessi réttur hérna er algjörlega innblástur frá Láru Maríu vinkonu sem oft tipsar mig um góða grænmetisrétti. Þessi er held ég bara minn uppáhalds grænmetisréttur sem ég hef smakkað og alls ekkert vesen að búa hann til. Grunnin af réttinum er hægt að finna í nokkrum matreiðslubókum, meðal annars held ég grænmetisbók Hagkaups (ég fékk bara senda mynd í tölvupósti 🙂 )

Eggaldin með hnetuyndi (fyrir ca 4)

 • 2 stór eggaldin
 •  ca 2 msk olífuolía
 • ca 2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk timian
 • 1/2 tsk salt

Hnetuyndið

 • 1 ferna kjúklingabaunir soðnar
 • 2 dl ristaðar hnetur (ég nota heslihnetur og möndlur) má líka nota kasjú en það er eitur í mínum maga svo það er ekki notað hér
 • 1 dl ajvar relish (eggaldin og paprikumauk) eða grilluð paprika úr krukku
 • 4 stk sólþurrkaðir tómatar eða meira eftir smekk
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 2 msk nýpressarðu limesafi
 • 1 msk ferskur smáttsaxaður chilipipar eða 1/2 tsk þurrkaður chilikrydd
 • 1 tsk salt
 • 1-2 tsk timian
 • 2 msk sesamfræ
 • rifinn börkur af lime
 • (timian, sesamfræin og limebörkurinn koma í staðin fyrir 2 1/2 msk af zahtar kryddblöndu sem ég hef ekki fundið ennþá útí búð)

Fetaostmauk

 • 2 dl hrein jógúrt (ég hef notað tyrkneska jógúrt líka)
 • 1 dl fetaostur
 • timian, sesamfræ og limebörkur eða 2 msk zahtar kryddblanda
 • salt og pipar

Skreytt með granatepli

 1. Eggaldin skorin í helminga langsum og skerið í sárið rákir á ská. Blandið olíunni, sítrónusafa, timian og salti og pipar saman og penslið. Setjið í ofnskúffu og bakið við 200 gráður í ca 35 mín.
 2. Hnetuyndið: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið
 3. Fetaostmaukið: Stappið fetaostin með gafli og hrærið öllu saman
 4. Setjið saman hvern “bát” eggaldin, hnetuyndi, fetaostmauk og svo skreytt með granatepli og jafnvel timiani.

Tips: Ef maður klárar ekki hnetuyndið er það alveg tilvalið að nota það sem álegg á brauð eða meðlæti með öðrum mat.

20131202-214833.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s