Kókos kóríander kjúklingur

Nammi namm segi ég bara, einfaldur en svo hrikalega góður! Er í Best of Gestgjafinn 2013, og á það vel skilið. WP_20140205_003

 • 1 heill kjúklingur
 • 3 msk kókosmjöl
 • 3 msk saxaðar möndlur
 • 1 msk fiskisósa
 • 1/2 dl olífuolía
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1 dl ferskt kóríander
 • 2 msk fljótandi hunang
 • 1 tsk turmerik
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar

Klúklingurinn er klipptur upp á bakinu meðfram hryggjarsúlunni þannig að hægt sé að fletja kjúklinginn út.

Blandið öllum innihaldsefnunum saman og smyrjið á kjúklinginn. Leyfið þessu að standa á honum í 30-60 mín. Eldið svo í ofni við 180°C í 40-50 mín eða eftir stærð fuglsins. Ég er nú vön að nota bara kjöthitamæli og elda fuglinn þar til hann nær kjarnhitastigi 70-75°C

Nýjasta hjá mér er að sjóða svo svona villigrjón, þá steiki ég lauk og bæti svo grjónunum útí. 1 dl fyrir okkur tvö er feykinóg, svo krydda ég grjónin og laukinn með turmerik, hvítlaussalti, chili, kanil og salt&pipar og sýð svo með 2 dl af vatni þangað til grjónin eru tilbúin. Þetta er mega gott með svona austurlenskum kjúklingréttum!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s