Pottabrauð

WP_20140112_001Ég varð alveg jafn hissa og þið, vá hvað þetta er fallegt brauð hugsaði ég. Þetta er eins og úr bakaríi!! Þetta brauð hefur gengið undir einhverjum nöfnum, New York Times brauð eða pottabrauð hefur það verið kallað líka. Það er dásamlega gott og ég er handviss um að ég eigi eftir að baka það ansi oft í mismunandi útgáfum bara. Trikkið er að láta brauðið hefast heillengi alveg 12-24 tíma jafnvel. Blanda deginu saman um kvöld og svo bakarðu það bara daginn eftir.

  • 3 bollar hveiti (ég nota bláa kornax hveitið, þetta próteinríka í brauðbakstur)
  • 1 1/2 bolli heilhveiti
  • 1/3 tsk þurrger
  • 1 3/4 tsk salt
  • 2 bollar vatn við 37°C

Hrærið öllu saman í skál, degið á að vera ansi blautt. Lokið skálinni (ef það er til lok) eða setjið plastfilmu yfir. Látið hefast í 12-24 tíma við stofuhita. Ég hef prófað bæði 12 og 24 tíma og það virkaði bæði vel. Finnst það bara fara soldið eftir hverni tímaramminn er hjá manni 🙂 Þið prófið ykkur bara áfram. Brauðið er svo bakað í potti sem má fara inní ofn. Potturinn er hitaður í ofninum við 230°C. Deginu er svo hellt í heitann pottinn og látið bakast með lokinu á í ca 35-40 mín áfram við 230°C. Lokið er þá tekið af og brauðið brúnast aðeins í 5-10 mín eða þangað til skorpan er orðin falleg á litinn. Ég fer svo pottþétt að prófa mig áfram og blanda hveiti og rúgmjöli og/eða bæta við kornum eða kúmeni, eða væri líka flott að seta jafnvel rósmarín og hvítlauk ofan á og bjóða með súpum eða salötum. Möguleikarnir eru endalausir!

 

Advertisements

1 thought on “Pottabrauð

  1. Svona brauð eru dásamleg góð. Enn sem komið er hef ég bara treyst mér í hvítt brauð þar sem fyrsta tilraun af grófu brauði misheppnaðist.
    Verst finnst mér hvað það geymist illa. Best daginn sem það er bakað en orðið þurrt daginn eftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s