Jóla og áramóta ísinn

jólaísÉg elska ís, bara svo það sé alveg á tæru, svo að mér fannst ég eiginlega þurfa að eiga ísskál, eða þið vitið svona ísgerðarvél. Ég nebblilega hef svolitla andúð á svona tvífrosnum ís eða ís með svona kristöllum í eis og svo margir heimagerðir ísar verða oft (ekki samt hætta að bjóða mér ís, plís). Ísástin er nebblilega ekki þannig að hún eigi við allan ís, heldur bara vel valinn ís. Í sumar varð ég svo heppin að eignast slíka skál sem frystir ís og er tengd við Kitchen Aid vélina mína, viti menn… líf mitt er búið að breytast eftir að ég fór að gera minn eigin ís. Nú er ekki aftur snúið, ísbúðin Valdís má fara vara sig 🙂

Þannig að ég heimtaði auðvitað að fá að gera ís í eftirrétt á jólunum. Það varð reyndar nóg eftir svo að þetta varð líka áramótaís. Með ísskálinnu fylgdu nebblilega nokkrar uppskriftir sem eru bara svona líka rosalega góðar. Uppskriftirnar eru þó miðaðar við rjómategundir sem ekki fást hér á landi, þeytirjómi á til dæmis að vera 30% en okkar rjómi er 36%. Þannig að ég læt með hvernig ég blandaði rjómanum svona sirca, en þetta er vissulega ekki alveg heilagt.

Súkkulaðiís

 • 4,5 dl þeytirjómi (30%) ( 3,5 dl rjómi, 1 dl mjólk)
 • 30 g 70 % súkkulaði
 • 30 g suðusúkkulaði
 • 4,5 dl léttrjómi (10%) (2 dl rjómi 2,5 dl mjólk)
 • 230 g sykur
 • 40 g ósætt kakó
 • 8 eggjarauður
 • 1 tsk vanilla
 • ögn af salti
 • fílakaramellur og smá rjómi til að þynna þær
 1. 1,2 dl af þeytirjómanum er hitað í potti með báðum tegundum af súkkulaði í litlum potti þangað til súkkulaðið er alveg bráðnað og vel uppleyst. Takið af hitanum, setjið til hliðar.
 2. Léttrjóminn er hitaður í skaftpotti þar til að hann er orðinn mjög heitur en sýður ekki. Hrærið oft. Takið svo af hitanum og setjið til hliðar.
 3. Sykur og kakóblandað saman í lítilli skál. Eggjarauður eru þeyttar á hraða 2 í hrærivélaskálinni og sykur kakó blöndunni bætt útí smátt og smátt.
 4. Súkkulaðiblöndunni bætt útí hrærivélaskálina smátt og smátt þangað til að það er vel blandað saman við.
 5. Þá er Léttjómanum bætt útí einnig í smáum skömmtum þangað til að allt er blandað vel saman.
 6. Súkkulaðiblandan er þá öll færð yfir í skaftpott og hituð þangað til að rýkur úr blöndinnu, athugið að hún á ekki að sjóða. Takið af hitanum þegar orðin nógu heit og færið í stóra skál þar sem á að kæla ísinn næstu tíma.
 7. Bætið svo í lokin við 3,3 dl af þeytirjómanum, vanillunni og saltinu.
 8. Kælið blönduna í að minnska kosti 8 tíma.
 9. Blandan er svo sett í ísskálina á hraða 1og blandan er hrærð þangað til óskuðum þéttleika er náð á ísnum.
 10. Ísinn færður í ísbox og þá er var ég búin að bræða fílakaramellur útí smá rjóma og blandaði því saman við ísinn áður en ég frysti hann. Hér má líka setja hvað sem hugann girnist, súkkulaðibita, lakkrísbita, hrískúlur eða bara hvað sem ykkur langar í.
 11. Njótið!

Karamellu og pekanhnetuís

 • 8,5 dl nýmjólk
 • 1 dós niðursoðin mjólk (þurfti að búa til sjálf)
 • 100 ml karamellusósa (Ég notaði frá Rikku)
 • 1 pakki vanillubúðingur (Royal)
 • 1 tsk vanilla
 • 50 – 100 g grófsaxaðar pecanhnetur

Heimatilbúin niðursoðin mjólk: Ég fann sem sagt hvergi á landinu niðursoðna mjólk, þannig að ég bara bjó til hana sjálf, það var lítið mál, þurfti bara að vera heima við í ca 2 tíma. Sjóðið saman 1,5 bolla mjólk og 1/2 bolla sykur, látið þetta sjóða niður þangað til að verður gulleitt og seigara, eða ca 1,5 – 2 tíma. Þá er smjöri bætt útí og 1/2 tsk vanillu.

 1. Öllum hráfenum blandað saman nema pecan hnetunum. Þetta er þeytt vel saman eða þangað til búðingurinn er uppleystur.  Breitt yfir skálina og kælt vandlega að minnsta kosti í 6 tíma
 2. Blandan er svo sett í ísskálina á hraða 1 og blandan er hrærð þangað til óskuðum þéttleika er náð á ísnum.
 3. Þegar blöndunni er komið fyrir í ísboxinu drussaði ég pecan hnetunum og smá auka karamellusósu yfir nokkrum sinnum á milli laga og svo í lokin svo til að hafa þetta soldið fallegt.
Advertisements

2 thoughts on “Jóla og áramóta ísinn

 1. Ég fékk vatn í munninn enda íssjúk með meiru!

  Ég tek undir með þér; ísnálar í ís eru hræðilegar og íssýki mín nær aðeins til gæðaíss (svona yfirleitt að minnsta kosti) 😉

  • Gaman að heyra af einhverjum sem er með mér í ísnálafóbíunni 🙂 Næsti ís er í undirbúningi, það kom pöntun frá Tinnu og Kristínu… kemur í mars, bíðið spennt!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s