Bananakaka með súkkulaðitopp

WP_20131225_003Þessi er úr smiðju Gestgjafans sem að bara getur varla klikkað. Svo fékk ég líka þennan fína kökudisk í jólagjöf sem er svo fallegur á borðinu. Þessi er svo einföld og góð sunnudagskaka þegar það eru til bananar sem að eru alveg að gefa upp öndina.

 • 120 g smjör
 • 100 g púðursykur
 • 2 egg
 • 200 g hveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 2 tsk vanillusykur
 • 3 – 4 bananar, vigt samtals um 300 g án hýðis

Kanilsykursmulningur ofan á

 • 30 g púðursykur
 • 40 g hveiti
 • 40 g smjör við stofuhita
 • 75 g valhnetur
 • 1/2 tsk kanill
 • 60-80 g súkkulaði (má blanda líka hvítu súkkulaði við)
 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Hrærið smjör og púðursykur saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjum útí og hrærið vel saman.
 3. Blandið þá þurrefnunum sem og stöppuðum bönununum saman við og hrærið vel saman.
 4. Degið sett í form og kanilsykursmulningurinn útbúinn.
 5. Kanilsykursmulningur: Blandið öllu vel saman í skál.
 6. Myljið kanilsykursmulningin ofan á kökuna og bakið í miðjum ofni í 30 – 40 mín.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s