Grænkàls og sveppa lasagna

Þessi réttur er liður í grænmetisrétta-átakinu mínu og er alveg hrikalega einfaldur og mjög góður. Uppskriftin er já, eins og venjulega aldrei alveg eins og stendur á blaðinu, en hugmyndin er frá blaðinu Buffé sem ég fæ frá Ica keðjunni fyrir að vera dyggur viðskiptavinur hjá þeim. Þeir mæla líka með því að það sé hægt að breyta uppskriftini með t.d. bara spínati eða mangold eða blöndu af þessu öllu. Hægt að prófa sig áfram með það sem manni finst gott.

20131123-194410.jpg

 

Grænkáls og sveppa lasagna

 • 500 gr sveppir (ég notaði venjulega og portabello sveppi)
 • 1 gulur laukur
 • ca 3-4 hvítlauksrif
 • 300 gr grænkál
 • 100 gr spínat
 • ca 2 dl rifinn parmesean ostur
 • 400 gr rjómaostur
 • 3 dl mjólk
 • Venjulegur ostur rifinn ofaná, magn að vild
 • salt og pipar
 • Lasagnaplötur eftir þörf, ég notaði spínatplötur
 1. Hitið ofnin í 200 gráður.
 2. Sveppirnir skornir niður í sneiðar eða bita og steiktir á pönnu í smjöri/olíu í nokkrar mínútur.
 3. Laukurinn og hvítlaukurinn hakkaður í smátt og bætt útí sveppina, og steikt áfram í nokkrar mínútur. Blandan sett í skál og geymd á meðan grænkálið er steikt
 4. Grænkálið steikt á pönnu þangað til það er búið að minnka í rúmmáli og orðið mjúkt, þá er spínatinu bætt útí og steikt áfram í stutta stund.
 5. Mjólk, rjómaosti og parmesean osti bætt útí og einnig sveppunum og lauknum og látið malla í smá stund
 6. Lasagnað sett saman. Fyrst gumsið og svo plötur, haldið áfram þar til gumsið er búið, endið á gumsinu og setjið svo rifin ost ofaná
 7. Bakað í ofni í 20-30 mín, eða þar til plöturnar eru orðnar mjúkar.

 

20131123-194423.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s