Kjúklinga Korma og naan brauð

Ég fór á svona indverskt matreiðslunámskeið fyrir einhverjum árum síðan og var að finna aftur matreiðsluheftið sem fylgdi með. Það er bara allt gott í þessu hefti þannig að ég lenti í smá valkvíða. Þetta átti reyndar að vera lambaköt í Korma en mig langaði bara meira í kjúkling. Það er svo gaman að vera með svona alvöru krydd en ekki bara eitthvað dót í sósu sem þú hellir á kjúklinginn. Sjáið þið hvað þetta er fallegt!! Þetta er allavega mjög góð fjárfesting finnst mér að splæsa í þessi krydd, því að maturinn er bara svo miklu betri og þú getur alveg átt þessi krydd heillengi.

 • 500-700 g kjúklingur (eða lambakjöt)
 • Svartur nýmalaður pipar
 • 2 tsk hvítlauksengifermauk (engifer, hvítlaukur, salt, maukað saman)
 • 3-4 msk olía
 • 2 kanilstangir (heilar)
 • 5 negulnaglar (heilir)
 • 3 lárviðarlauf
 • 6 kardimommur (malaðar)
 • 1 tsk fennelfræ (möluð)
 • 1 laukar, smátt skornir
 • 2 tsk kóríanderduft eða mulin kóríanderfræ
 • 1/4 tsk túrmerik
 • 1/4 tsk chilli duft
 • 1 lítið dós tómar purre
 • 40 g cashew hnetur
 • ferskur kóríander
 • nokkrar cashew hnetur til að skreyta
 1. Hitil olíuna á pönnu við vægan hita. Bætið kanelstönginni, negulnöglunum, lárviðarlaufunum, kardimommunum og fennel fræunum saman við ásamt lauknum og látið malla í 5 mín.
 2. Bætið hvítlauskengifermaukinu saman við, síðan kóríanderduftinu, túrmerikinu, chilli duftinu og tómat purre.Blandið vel saman og látið malla rólega í um 5 mín. Hrærið stöðugt í.
 3. Bætið kjötinu útí og piprið með svörtum pipar. Bætið við ca 150 ml vatni.
 4. Setjið lok á og látið sjóða í um 30 mín eða þar til kjötið er mjúkt og soðið í gegn.
 5. Á meðan skuluð þið setja hneturnar í matvinnsluvél ásamt smá vatni þar til þið fáið fínt mauk. Setjið hnetumaukið saman við kjötið og látið malla í 3 mín.
 6. Skreytið réttinn með cashew hnetum og ferskum kóríander.WP_20131110_006 (1)

Naan brauð

WP_20131110_005 (1)

 • 200 ml mjólk
 • 2 msk sykur
 • 1 pk þurrger
 • 550 g hveiti
 • 1 dl hörfræ
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 dós hrein jógúrt
 • Gharam masala krydd
 • Norður flögu salt, mulið
 • Til penslunnar – olífuolía – fínt saxaður hvítlaukur – ferskt kóríander
 1. Velgjið mólkina og leysið gerið upp í henni. Blandið hráefnunum öllum vel saman. Geymið hluta af hveitinu.
 2. Hnoðið degið, skiptið deginu í litlar kúlur og fletjið útí þunnar kökur ca 1,5 cm á þykkt
 3. Látið hefast undir stykki í 10 mín.
 4. Veltið hverri köku uppúr gharam masala kryddi
 5. Bakið á pönnu þar til brauðið er vel brúnt.
 6. Snúið kökunum og bakið eins á hinni hliðinni.
 7. Penslið með olíublöndunni meðan brauðið er ennþá heitt og stráið flögusaltinu yfir
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s