Beikon og kryddjurtafylltur kjúklingur

WP_20131030_001Þessi elska er alveg að springa úr djúsíleika eins og þið sjáið, hann er alveg glenntur af spenningi! Þetta er úr gestgjafanum og það dásamlega blað getur bara ekki klikkað. Ég er þannig að þegar blaðið kemur í lúguna hjá mér á morgnana þá bara get ég ekki beðið eftir að koma heim, setjast með blaðið og fletta í gegnum það. Þetta er eiginlega heilagur tími hjá mér, en já að kjúklingnum… þá mæli ég með honum á öll borð!

 • 1 heill kjúklingur, ófrosinn
 • 1 sítróna
 • 5 sneiðar beikon
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 msk smjör
 • 2 dl ferskar kryddjurtir (basil, steinsela, timjan, salvía)
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 2 msk olífuolía
 1. Hitið ofninn í 200°C. Losið um skinnið á bringunni á fuglinum með því að renna fingrunum undir og reyið að rífa það ekki
 2. Rífið börkinn af sítrónunni og kreistið safann í skál
 3. Saxið beikonið, rífið hvítlaukinn og blandið saman við
 4. Bætið smjörinu og kryddjurtunum saman við
 5. Laumið svo fyllingunni undir skinnið og setjið sítrónubitana inn í kjúklinginn
 6. Penslið með olífuolíu og kryddið með salt og pipar
 7. Eldið í ofninum í 60-70 mín. Fyrst með loki yfir og takið svo lokið af síðustu 10-15 mín til að fá fallega skorpu
 8. Eldunartíminn fer eftir stærð fuglsins en best er að fylgjast með steikingunni með því að láta safann leka af honum og ef hann er ekki blóðlitaður er hann tilbúinn.
 9. Til að fá fallega skorpu og safaríkt kjöt er gott að ausa öðru hvoru soðinu yfir fuglinn.
Advertisements

2 thoughts on “Beikon og kryddjurtafylltur kjúklingur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s