Afmæliskakan hans Martins

Uþb.1,5 kg af smjöri, 900 gr af súkkulaði, meira en 1 kg af sykri og nóg af öðru gúmmelaði. Þetta getur ekki verið annað en gott eða hvað? Martin var búin að biðja mig fyrir löngu síðan að baka köku fyrir hann sem hann gæti farið með í vinnuna à afmælinu sínu. Smà skipulag krafðist þar sem við vorum í Belgíu seinustu helgi og svo fór èg strax í vinnuferð eldsnemma à mànudagsmorgni og þurfti að leggja extra snemma af stað frà Oskarshamn til að nà að gera kremin à kökuna og setja hana saman. Ég var dàldið búin à því þegar við skutluðum kökunni í vinnuna til hans seint þetta kvöld. Uppskriftin er frà blogginu eldhússögur, èg er lengi búin að hugsa um þessa köku og fèkk loksins tækifæri að baka hana. Þessi kaka er bara aðeins of góð, það er bara ekki hægt að segja annað, orð fà því varla lýst, þessa köku verður maður að prófa!!! Get því miður ekki sýnt þverskurðarmynd, ég var ekki á staðnum þegar hún var borðuð. Ég gerði tvöfalda uppskrift og setti í tvær ofnskúffur til að fá nógu stóra köku handa ca 30 manns, en ég held að á flestum heimilum dugi að gera einfalda uppskrift. Afmæliskakan er í laginu eins og CT-prófstykki (Compact tension), sem að Martin vinnur mikið með í vinnunni sinni. Ég átti silfurlitað duft sem ég ætlaði að hjúpa kökuna með svo að þetta mundi líta út eins og málmur en Martin vildi það ekki á síðustu stundu svo kakan fékk að vera súkkulaðilituð.

Súkkulaðiterta með söltu karamellukremi (1 ofnskúffa eða 3×20 cm botnar)

Kökubotnar

 • 2 egg
 • 2 dl sterkt kaffi
 • 2½ dl súrmjólk
 • 1,25 dl matarolía
 • 200 g hveiti
 • 420 g sykur
 • 85 g kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk vanillusykur

Ofninn hitaður í 160 gráður á blæstri. Bökunarpappír settur í ofnskúffuna eða þrjú 20 cm hringform.

Eggjum, kaffi, matarolíu og súrmjólk er hrært saman í stutta stund, því næst er þurrefnunum bætt út í og hrært þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.

Deiginu er svo hellt í skúffuna eða formin þrjú og bakað í ca. 35 mínútur. Athugið að botnarnir munu líta út fyrir að vera blautir. Botnarnir eru látnir kólna. Það er hægt að setja botnana í frysti í ca. 30 mínútur áður en kremið er sett á til þess að auðvelda fyrir ásetningu kremsins.

Marengskrem með saltri karamellu

 • 160 g eggjahvítur (ca. 5 egg)
 • 200 g sykur
 • 400 g smjör, vel við stofuhita
 • 1/2 tsk maldon salt (eða annað flögusalt)
 • 2 dósir dulce de leche tilbúin karamellusósa (397 gr)
 • 1/2 tsk vanillusykur
Eggjahvítur og sykur sett í hrærivélaskálina. Skálin er sett yfir vatnsbað, þ.e. sett ofan í pott með sjóðandi vatni. Blandan er hituð og hrært í stöðugt á meðan með þeytara. Þegar sykurinn er uppleystur og blandan farin að hitna (komin í 65 gráður ef notaður er mælir) er skálin sett á hrærivélina og þeytt þar til blandan er stífþeytt, glansandi og orðin köld (ég þeytti í ca. 10 mínútur). Þá er þeytaranum skipt út fyrir hrærarann. Smjörinu (verður að vera við góðan stofuhita) er bætt út í og hrært á lægstu stillingunni. Á meðan smjörið er að blandast við marengsinn getur litið út fyrir að hann skilji sig en óttist ekki, þetta blandast allt vel saman að lokum! Þegar blandan nær um það bil sömu áferð og majónes má auka hraðan, stilla á millihraða og hræra í smástund til viðbótar. Því næst er slökkt á hrærivélinni og dulce de leche sósunni, saltinu og vanillusykrinum er bætt út í og síðan hrært á lægsta hraða, hækka svo smá saman í millihraða.

Súkkulaðikrem:

 • 45 g kakó
 • 90 ml sjóðandi vatn
 • 340 g smjör við stofuhita
 • 65 g flórsykur
 • 450 g blanda af 70% súkkulaði og 55% bökunarsúkkulaði, eða suðusúkkulaði.

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og leyft að kólna dálítið. Þá er kakó og sjóðandi vatni hrært saman með gaffli þar til blandan er slétt. Smjörið er hrært með flórsykrinum þar til blandan verður létt og ljós, í minnst 5 mínútur. Því næst er súkkulaðinu hrært saman við blönduna og í lokin er kakóblöndunni hrært út í kremið. Ef kremið er þunnt þá er gott að geyma það í kæli í smástund til að það þykkni.

Kakan sett saman: Fyrst botn, svo marengskrem, botn, marengskrem, botn, marengskrem og svo súkkulaðikremið notað til að hjúpa alltsaman. Kremið harðnar þegar það stendur inní ísskáp og kakan er best þegar hún er búin að standa í ca klukkutíma við herbergishita.

20131109-100820.jpg

20131109-100832.jpg

Advertisements

2 thoughts on “Afmæliskakan hans Martins

 1. Pingback: Bless elsku LCM kakan | Tvíbura gourmet

 2. Pingback: Kjarnorku kakan | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s