Kryddað epla sorbet

Þessi uppskrift er komin frá einu af mínum uppáhalds matarbloggurum. Allt sem hún gerir er geðveikt girnilegt og hollt fyrir mann. Það má því alveg elda allt frá hennar bloggi með góðri samvisku. Hér er linkur á þetta góða og skemmtilega matarblogg. Svo er líka allt flæðandi í girnilegum eplum núna hérna í Svíþjóð og þessi sænsku epli eru svo hrikalega góð að mig langar eiginlega alltaf í eitthvað með eplum. Þessi uppskrift er ágætlega stór, en það má alveg búa til nóg fyrst maður er að þessu á annað borð.

20131020-114614.jpg

20131020-114839.jpg

20131020-115057.jpg

Kryddað epla sorbet

 • 650 gr epli
 • kókosolía eða smjör til að steikja
 • 1 msk kanill
 • 1/2 tsk kardimomma
 • 1 tsk engifer
 • 1/2 tsk stjörnuanís
 • 1/2 tsk múskat
 • 1/2 tsk vanilluduft eða kornin úr heilli vanillustöng
 • 2-3 msk döðlusíróp eða önnur sæta, t.d. agave síróp eða hlynsíróp
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 2 dósir kókosrjómi eða kókosmjólk, því feitari því betri
 1. Skerið eplin niður í litla bita og steikið á pönnu ásamt öllum kryddunum. Bætið svo sírópinu útá og látið malla þar til eplin eru orðin mjúk, kælið örlítið
 2. Maukið eplin í matvinnsluvél eða blender og bætið kókosrjómanum útí. ATH að þetta verður dáldið mikið og því er gott að vera með þetta í matvinnsluvél sem getur tekið meira en blender oft. Smakkið og ef þetta er ekki nógu sætt má bæta smá sírópi útí.
 3. Setjið svo í frysti, eða ísvél ef maður á svoleiðis lúxus 🙂 Ég gerði þennan ís daginn áður en ég ætlaði að borða hann og tók hann svo út ca 2-3 klst áður en ég ætlaði að borða hann. Ísinn er neflilega rosalega harður og hann má standa úti á borði þangað til að hægt er að hræra uppí honum og brjóta niður ískristallana. Þá er hann tilbúinn til að borða, eða skella honum inní frystinn aftur og borða svo ca klukkutíma seinna. Smá vesen, en alveg þess virði!
Advertisements

2 thoughts on “Kryddað epla sorbet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s