Pipp hrákaka

WP_20130902_002Ég klippti þessa uppskrift útúr blaðinu um daginn, ég held þetta sé úr nýju Heilsuréttir Fjölskyldunnar, sem að mig langar mikið til að eignast 🙂 jólagjöf einhver? fór með þessa í Stokkhólmsklúbbinn sem er ný tekinn til starfa á höfuðborgarsvæðinu og þótti þessi bara takast ágætlega. Varúð þetta er svona kaka sem að kasjúhnetur þurfa að liggja lengi í bleyti. Ég klikka svo oft á því að undirbúa svoleiðis.

Botninn

 • 300 g möndlur
 • 200 g mjúkar döðlur, steinlausar
 •  1 1/2 dl kakó
 1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og malið fínt
 2. Saxið döðlur og setjið útí matvinnsluvélina ásamt kakói og blandið vel saman
 3. Þjappið blöndunni í form og setjið í frysti á meðan piparmyntukremið er búið til

Piparmyntukrem

 • 2 dl kasjúhnetur sem lagðar hafa verið í bleyti í ca 6 tíma. Vatninu hellt af áður en að hneturnar eru notaðar.
 • 1 dl kókosolía
 • 1 dl fljótandi sætuefni eða sætuefni að eigin vali (ég notaði Sukrin melis ca 3/4 dl)
 • piparmyntudropar eftir smekk
 1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél með kókosolíunni og sætuefni og blandið þangað til kekkjalaust
 2. Setjið piparmyntuolíu eftir smekk
 3. Ég bætti líka grænum matarlit við til að gera þetta meira piparmyntulegt á litinn

Kreminu er svo smurt ofan á botninn, bananar skornir í sneiðar og lagðir ofan á kremið og loksins 70% súkkulaði brætt og skreytt ofan á.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s