Indverskur kjúklingaréttur með möndlum og eplum

WP_20131006_004Namm, þennan geri ég pottþétt aftur! Fann uppskriftina í Gestgjafanum og bara varð að prófa. Uppskriftin er fyrir 3-4

 • 2-3 tsk kókosolía
 • 2 laukar, saxaðir gróft
 • 1 lárviðarlauf
 • 2-3 negulnaglar
 • 2 kanilstangir
 • 4 svört piparkorn
 • 3 heilar kardimommur
 • 1 bakki kjúklingalundir (600g)
 • 3 tsk garam masala
 • uþb 2 cm engiferrót, rifin
 • 3-4 hvítlausrif, rifin
 • 1-2 tsk salt
 • 1/2 – 1 tsk chiliduft
 • 1/2- 1 dl möndluflögur
 • 1 dós hrein jógúrt (180g)
 • 2 græn epli, afhýdd og skorin í grófa báta
 • ferskur kóríander og möndluflögur ofan á sem skraut
 1. Bræðið kókosolíu á pönnu og hitið lárviðarlauf, negulnagla, kanilstangir, piparkorn og kardimommur í smástund
 2. Bætið lauknum útí og steikið við vægan hita þar til hann hefur brúnast örlítið
 3. Bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur
 4. Setjið garam masala, engiferrót, hvítlauk, salt, chiliduft og möndluflögur út í og steikið í nokkrar mínútur
 5. Lækkið hitann og bætið jógúrt útí og hrærið vel
 6. Bætið eplunum saman við og látið malla undir loki í 10-15 mín eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn
 7. Skreytið með kóríander og möndluflögum

Ég bar þetta svo fram með steiktum gulrótum og baunum, salati og hvítlauks ostabrauði

Advertisements

2 thoughts on “Indverskur kjúklingaréttur með möndlum og eplum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s