Rjómalagað parmesean hvítkàl

Það var þriðjudagur og klukkan orðin alltof margt, ég var aðeins lengur í vinnunni en ég ætlaði og ég þurfti að græja kvöldmat og borða hann áður en ég fór á bandýæfingu og ég hafði ekki mikin tíma. Og ég ákvað að gera eitthvað nýtt, prófa að steikja hvítkál með rjóma og parmesean. Það var sko ekki á dagskrá skv vikumatseðlinum, ég ætlaði að gera eitthvað allt annað en ákvað að slá til. Sá heldur betur ekki eftir því, mig hefði ALDREI grunað að hvítkál væri svona gott. Hef lesið mörg low carb blogg þar sem hvítkál er lofað í gríð og erg en aldrei trúað því að það væri gott. Það er þetta beiska bragð af hráu hvítkáli sem ég hef í huganum og það er bara alls ekki það bragð af því þegar hvítkálið er búið að steikjast lengi og malla með rjóma og parmesean ostinum. Þetta var sjúklega gott og verður svo pottþétt aftur í matin hjá mér, held bara meira segja á morgun. Uppskriftin er dáldið mikið slumpuð en það eru hráefnin sem skipta máli hér og að smakka sig áfram.

Rjómalagað parmesean hvítkál

  • Hálfur stór hvítkálshaus skorin í litla bita
  • 2 dl rjómi
  • 100 gr rifin parmesean ostur
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • smjör til að steikja hvítkálið í
  • Salt og pipar
  1. Hvítkálið og hvítlaukur skorið niður og steikt á pönnu með smjöri þangað til vel mjúkt (kannski 5-10 mín)
  2. Rjómanum og parmesena bætt við og látið malla í 10-15 mín þangað til hvítkálið er orðið mjög mjúkt, næstum eins og soðið pasta í áferð.

Ég bar hvítkálið fram með ofnbökuðum lax og smjörsteiktum aspas og það var virkilega góð blanda.

20131006-211458.jpg

20131006-211509.jpg

Advertisements

1 thought on “Rjómalagað parmesean hvítkàl

  1. Pingback: Rjómalagað parmesan hvítkál | LKL

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s