Kanilsnúðar

Nú nàlgast óðum kanelbulledagen hèrna í Svíþjóð sem er 4.október, og það ilmar af kanelbullum í öllum pressbyrån og 7-11 búðum og þessi lykt er nànast ómótstæðileg. Hingað til hef ég getað hamið mig um að kaupa mér snúða en það krefst mikils viljastyrks, sérstaklega þegar ég var í Ikea í gær. En það er auðvitað best að baka sín eigin snúða að sjàlfsögðu og það gerði ég í dag. Uppskriftina fann ég hér

Kanilsnúðar (14-16 stk)

Deig

 • 4 egg
 • 4 msk stevia strö
 • 1 dl mjólk eða rjómi
 • 1/2 dl kókoshveiti
 • 1 1/2 dl möndlumjöl
 • 2 1/2 msk fiberhusk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk kardemomma
 • Egg og möndluflögur ofaná

Kanelsmjör

 • 100 gr mjúkt smör
 • 1 msk kanill
 • 2-3 msk stevia strö
 1. Kveikja á ofninum á 175 gráðum
 2. Þeyta saman egg og sykur, þar til það er létt of loftmikið. Má þeyta lengi
 3. Þurrefnin sett í skál og síðan blandað saman við eggin
 4. Mjólkin/rjóminn sett seinust útí. Látið standa í 10-15 mín að þykkna
 5. Kanilsmjörið útbúið, öllu blandað saman, má jafnvel hita örlítið í örbylgju (15-20 sek) til að það sé auðvelt að smyrja á deigið.
 6. Deigið flatt út á milli tveggja olíusmurðra bökunarpappíra
 7. Kanilsmjörið smurt ofaná deigið og síðan er deiginu rúllað upp, skorið í 2-3 cm bita og sett í muffinsform. Gott er að smyrja þau með olíu til að snúðarnir festist ekki við.
 8. Penslað með þeyttu eggi og möndluflögur settar ofaná
 9. Bakað í 15-20 mín

20130929-165447.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s