Haframjölspönnukökur með karamelluprótínfluffi

Um helgar langar mig oft að “lyxa till lite” með morgunmatin/brunchinn og þá eru oft pönnukökur sem mér dettur í hug. Það er hægt að gera svo ótalmargar útgáfur af pönnukökum og þar sem að það er varla til hveiti á mínu heimili lengur þá verður undirstaðan yfirleitt einhver önnur. Það er alveg minnsta mál að mala haframjöl í fínara mjöl og nota það til að gera pönnukökur og þær verða alveg stórgóðar og aðeins grófari í sér en þessar venjulegu.

Haframjölspönnukökur (fyrir 1 rosalega svangan)

 • 1,3 dl haframjöl
 • 1/3 banani
 • 1 tsk lyftiduft
 • Pínu salt
 • 1 egg
 • Dash af kanil
 • 30 gr brætt smjör
 1. Haframjöl mixað fyrst í matvinnsluvél, svo er restinni bætt útí og mixað þangað til deigið er orðið mjúkt og fínt
 2. Deigið má aðeins standa í smá stund til að þykkna áður en pönnukökurnar eru bakaðar
 3. Ég fékk 6 litlar lummu stórar pönnukökur úr þessari uppskrift.

Karamelluprótínfluff

 • 1 frosinn banani í bitum
 • 1/2 dl prótínduft karamellibragð
 1. Maukað saman með töfrasprota, þangað til að það séu næstum því allir frosnu bananabitarnir farnir í mauk.
 2. Skipta um á töfrasprotanum og setja þeytaran á, þeyta svo þangað til þetta er orðið gott fluff.20130907-110534.jpg
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s