Cookie dough prótínstykki

Þetta var bara svo einfalt en samt svo ógeðslega gott. Lykillinn af þessu prótínstykki er algjörlega toffee prótínduftið sem ég var að kaupa. Ég sem ætlaði að fara panta fullt af Quest prótínstykkjum frá iherb hætti snarlega við þegar ég prófaði þetta, heimatilbúið og svo miklu miklu betra. Þetta bragðast bókstaflega eins og smákökudeig. Ég er kannski líka pínu bitur útí Quest cookie dough stykkin því þeir eru með kashew hnetur í þeim svo ég get ekki borðað þau, en Guðríður segir að þau séu mjög góð. Ég er samt alveg sannfærð um að mín heimatilbúnu séu miklu betri.

Cookie dough prótínstykki

  • 1 lúka valhnetur
  • 1 lúka ferskar döðlur (8-10 stk)
  • ca 1,5 dl toffie prótínduft (frá Myprotein)
  • 2-3 msk kakónibbur
  1. Valhneturnar maldar í matvinnsluvél
  2. Döðlunum blandað saman við ásamt prótínduftinu og maukað þangað til öllu er vel blandað saman
  3. Kakónibbum bætt útí og hrært saman með skeið
  4. Handfylli tekin og mótað stykki úr því og sett í álpappír til að geyma þau í

Ég fékk ca 6 70 gr stykki úr þessari uppskrift og ég geymi þau í frysti, þá eru þau pínu seig og góð. Þannig geymast þau líka lengur.

20130901-150827.jpg

Advertisements

3 thoughts on “Cookie dough prótínstykki

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s