Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum

Ég bakaði tvær tegundir af smákökum fyrir Bellmanstafetten sem var í dag. Það er 5×5 km boðhlaup og ég var að hlaupa með vinnufélögunum mínum. Það var eiginlega aðeins of gott veður til að hlaupa en það var mjög fínt þegar hlaupið var búið og við gátum sest niður og fengið okkur kökur í sólinni. Fyrri tegundin sem ég bakaði voru amerísku súkkulaðibitakökurnar sem Guðríður setti inn hér. Þessar amerísku eru allt annað en hollar og ég smakkaði dáldið vel á deginu þegar ég var að baka og þær eru alveg fáránlega góðar, var ekkert viss um að ég vildi baka kökurnar, bara borða allt deigið sjálf. En kökurnar eru líka mjög góðar þegar búið er að baka þær. Hinar kökurnar eru töluvert hollari en þær eru úr svörtum baunum og án sykurs. Þær voru alveg jafn vinsælar og amerísku ef ekki vinsælli, og fékk ég mikið hrós fyrir þær frá öllum sem smökkuðu. Uppskriftina fann ég á þessari bloggsíðu. 

Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum

 • 2 msk kakó
 • 2 msk próteinduft (með toffie bragði, en mà vera öðruvísi)
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • Salt à hnífsoddi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tetra svartar baunir, 230 gr
 • 1 stór msk af döðlusírópi/ önnur sætuefni, smakkið ykkur fram, ekki meira en 1/2 dl sukrin/sykur
 • 1 msk hestlihnetusmjör
 • 1 msk smjör
 • 1 msk mjólk
 • 30 gr 70% súkkulaði ( mætti vera kannski 50 gr)
 1. Kakó, próteinduft, vanilluduft, salt og lyftidufti blandað saman í skál.
 2. Restin fyrir utan súkkulaðið er sett í matvinnsluvél og unnið vel.
 3. Súkkulaði blandað saman við og smakkið ykkur fram með sætuefnin
 4. Sett á bökunarplötu, ég gerði 9 stk úr þessari uppskrift. ATH þær fletjast ekki út, heldur lyfta sér bara smá.
 5. Bakað í ca 10-12 mín við 180 gráður í ofni.

20130824-182439.jpg

Advertisements

One thought on “Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum

 1. Pingback: Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum af tvíburagourmet | rebbalingur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s