Banana og hnetusmjörskaka

hnetusmjörs kakaÞað kemur alveg fyrir að mig langi í eitthvað gott með kaffinu, kvöldkaffinu eða um helgar. Þessi er tilvalin, hún er smá moj þar sem að hún þarf að kólna vel áður en að er borin fram og hún var jafnvel betri daginn eftir. Það er hvorki egg né lyftiduft í botninum svo að hann er svona pínu klessukökulegur bananabotn sem mér fannst koma mjög skemmtilega út með hnetusmjörinu og dökka súkkulaðinu, það er reyndar eiginlega allt gott með dökku súkkulaði og hnetusmjöri en það er önnur saga 🙂  Uppskriftin kemur frá Baka Sockerfritt.

Botn:

 • 70 g mjög þroskaður banani
 • 1 dl möndlumjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 1 msk sukrin
 • 2 tsk kakó
 • 1/4 tsk vanilluduft

Ofan á: 

Hnetusmjör – mýkjið í örbylgjuofni til þess að hellist jafn ofan á kökuna

Bráðið súkkulaði – sykurlaust eða 70%, má einnig blanda rjóma, smjöri eða kókosolíu saman við.

 1. Hitið ofninn í 150°C
 2. Maukið bananann og blandið síðan þurrefnunum saman við
 3. Klippið út bökunarpappír og komið fyrir á botninum á 12 cm springforminu. 
 4. Klessið deginu í formið og bakið í ca 25 mín í miðjum ofni.  
 5. Látið kólna áður en að hnetusmjörinu er hellt ofan á, magnið fer soldið eftir smekk – kælið
 6. Hellið svo súkkulaðinu ofan á þegar hnetusmjörslagið er orðið nógu kalt.
 7. Kælið aftur áður en að er borið fram.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s