Sjávarrétta tapas

tapas

Okkur finnst ekki leiðinlegt að borða góðan mat svo að við tókum okkur til og gerðum þriggja rétta sjávarrétta tapas. Dásamlegt að eyða kvöldinu saman, elda góðan mat, hlusta á tónlist og fá sér ponsu hvítvín. Þetta var líka svona alveg í lokin á sumarfríinu mínu svo að það þurfti að enda það með stæl! Ég má líka til með að nefna það hvað ég elska að fara útí garð og ná í allar þessar fersku kryddjurtir og salat, nammi namm 🙂

1. Sushi rúlla: Lax, avocado, gúrka, vorlaukur, graslaukur, grænt salat og japanskt mæjónes. Ofan á lax, japanskt mæjónes og graslaukur smátt skorinn.

2. Snögg grafinn lax úr Gestgjafanum, ég minnkaði uppskriftina fyrir okkur tvö:

 • 150 g lax
 • 1/2 msk salt
 • 1/4 msk sykur
 • 1/4 tsk pipar
 • 1,5 msk gin
 • 1/4 límóna
 • 1/2 msk einiber – steytt
 • 1,5 msk jómfrúarolía
 1. Laxinn skorinn þunnt og komið fyrir á flötum disk
 2. Salt, sykur og pipar blandað saman í skál
 3. Gin og límónusafinn hellt yfir laxinn og saltblöndunni stráð yfir
 4. Látið standa í ísskáp í 30 mín
 5. Steyttum einiberjum og jómfrúarolíunni stráð yfir rétt áður en borið fram
 6. Skreytt með steinselju og graslauksblómum

Borið fram með ristuðu brauði eða frækexi fyrir þá sem eru í low carb

3. Klassíski hvítlauks sumar humarinn minn

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s