Heimatilbúið dökkt súkkulaði

Hef verið lengi að íhuga það að gera mitt eigið súkkulaði og lét loksins verða að því. Engin aukaefni og ég veit nákvæmlega hvað ég set af sykri, eða sætuefnum í súkkulaðið. Búin að eiga kakósmjör heillengi uppí skàp sem var bara að bíða eftir mér. Ég googlaði aðeins og komst að því að beisikklý er þetta bara blanda af kakósmjöri og góðu kakói og svo einhverskonar sætuefni. Ég þarf aðeins að þróa uppskriftina betur en þetta er fyrsta tilraun.

 • 100 gr kakósmjör
 • Uþb 100 gr kakó, bæta fyrst 50 gr og svo smakka sig àfram hversu súkkulaði beiskt/ súkkulaði % maður vill fà.
 • 3 msk sukrin melis eða eftir smekk
 • Vanilluduft eftir smekk
 1. Kakósmjörið brætt yfir vatnsbaði. Heitt kranavatn sett í pott og hitað við mjög lágt hitastig.
 2. Kakó og sykur sigtað, vanilludufti blandað saman við
 3. Kakósykrinum blandað saman við brædda kakósmjörið
 4. Smakkað til með sykri og kakói þangað til útkoman bragðast eins og súkkulaði
 5. Ég notaði silicon brauðform og hellti helmningnum af súkkulaðinu í formið fyrir 1 stykki sem er ca 100 gr. Ég setti smá möndlur í eitt súkkulaðistykkið og þurrkuð trönuber og sjávarsalt í hitt.
 6. Kælið og svo er gott að geyma súkkulaðið í bökunarpappír og inní ísskáp.

20130816-221017.jpg

20130818-150755.jpg

Advertisements

3 thoughts on “Heimatilbúið dökkt súkkulaði

 1. Get líka sagt ykkur það að ég lagði möndlurnar í saltvatn og ristaði þær svo à pönnu og hakkaði svo og setti í súkkulaðið. Ég er ekki frà því að það sé með því betra súkkulaði sem ég hef smakkað.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s