Amerískar súkkulaðibitakökur

WP_20130731_012Þetta eru svona kökur sem eru mjúkar í miðjunni og stökkar á köntunum. Ómótstæðilega góðar! Sumir kalla þetta Subway – kökurnar en mér finnst þessar eiginlega bara mikið betri. Uppskriftina fékk ég frá Evu Laufey Kjaran sjá hér. Mér finnst samt svo gott að hafa púðursykur í svona kökum svo að ég hafði hann til helminga á móti venjulegum sykri. Ég var líka með þrjár tegundir af súkkulaði – bara af því að það getur bara ekki verið annað en betra 🙂 Kökurnar skreytti ég svo með hvítu súkkulaði og dökku súkkulaði. Ég á svo gjarnarn súkkulaði í sprautupoka til að skreyta ýmislegt með sem mér dettur í hug. Þá leyfi ég því bara að storkna á milli og hita í örbylgjuofninum þegar mér dettur í hug að nota það.

 • 2 egg
 • 230 g smjör
 • 200 g sykur
 • 200 g púðursykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 320 g hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • salt á hnífsoddi
 • 1 tsk matarsódi
 • 100 g hvítt súkkulaði, smátt saxað (eða hnappar)
 • 100 g dökkt súkkulaði, smátt saxað (eða hnappar)
 • 100 g rjómasúkkulaði, smátt saxað (eða hnappar)
 1.  Hrærið saman smjöri, sykri, eggjum og vanillusykri í nokkrar mínútur, eða þar til blandan verður ljós og létt. ( 4 – 5 mínútur)
 2. Blandið þurrefnum saman í skál og blandið við eggjablönduna, hrærið vel saman í nokkrar mínútur.
 3. Bætið ljúffengu súkkulaði saman við blönduna. Blandið súkkulaðinu varlega saman með sleif.
 4. Búið til kúlur með matskeið og setjið á bökunarplötu, ég var með max 9 stk á einni plötu því það dreifist heilmikið úr þeim þegar þær bakast.
 5. Bakið í 10-12 mín á 180°C
 6. Kælið vel áður en að þær eru færðar af pappírnum.
 7. Má gjarnan skreyta með súkkulaði eftir á.
Advertisements

One thought on “Amerískar súkkulaðibitakökur

 1. Pingback: Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s