Súkkulaðibananakaka með valhnetum og döðlum

Ég bakaði um daginn Bananakökuna með valhnetu- og súkkulaðibitum frá Guðríði og var rosalega ánægð með hana. Seinasta sunnudag langaði mig að skella í einhverja auðvelda köku sem væri dáldið svipuð, því ég “þurfti” að baka af því ég átti þrjá hálfbrúna banana, Guðríður þú veist hvernig þetta er! Þá breytti ég bara aðeins uppskriftinni af Bananakökunni hennar Guðríðar og úr kom þessi elska, bara eins og dúnmjúk súkkulaðikaka með smá gotterí inní. Hrikalega gott að eiga í frysti og skella aðeins í öbban og skola niður með kaldri mjólk.

 

20130809-203049.jpg

Súkkulaðibananakaka með valhnetum og döðlum

 • 3 þroskaðir bananar
 • 4 egg (þau voru mjög lítil)
 • 60 gr bráðið smjör
 • 1 dl heslihnetumjöl
 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 1/2 dl kókoshveiti
 • 1 dl kókosflögur/kókosmjöl
 • 2 msk lucoma (eða eitthvað sætuefni, t.d. sukrin eða kókossykur)
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 dl kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 1 lúka saxaðar valhnetur
 • 1 lúka saxaðar döðlur
 1. Stappið bananan og hrærið vel með eggjunum og bráðnu smjöri þar til kekkjalaust.
 2. Þurrefnum blandað saman við banana gumsið
 3. Valhnetum og döðlum bætt við í lokin
 4. Hellt í mót, smurt eða með bökunarpappír (ca 20x30cm) og bakað í ca 15-20 mín við 175°C
Advertisements

1 thought on “Súkkulaðibananakaka með valhnetum og döðlum

 1. Pingback: Ofàt af jarðaberjum? | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s