Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

Komin aftur úr sumarfríi á Íslandi og þar var nú ekki mikið verið að blogga, en við systur eru alltaf að gourmet-a okkur í gang þegar við erum saman, svo það var mikið eldað. En þó svo að sumarfríið mitt sé búið þýðir ekki endilega að sumarið sé búið. Þegar ég var að skoða veðurspánna fyrir vikuna stefndi allt í súper sumarveður með 25 stiga hita og sól svo ég skipulagði sumarmatseðil fyrir vikuna. Þar á meðal í kvöld þar sem ég gerði rosalega sumarlegt salat og vígði afmælisgjöfina mína frá Daða, sem gerir úberkúl strimla. Takk Daði! En sumarveðrið var samt eitthvað að bregðast þar sem að það er búið að vera súld og rigning í allan dag, en samt vel yfir 20 stiga hiti og mikill raki svo það er ekkert Íslandsveður 🙂 Sumarsalatið sem ég gerði var svona mix af japanska salatinu hennar Guðríðar og 5 krydda kjúklingnum og núðlusalatinu mínu

Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

 • Kjúklingur
 • sweet chili sósa (ég gerði heimatilbúna, set uppskrift inn seinna)
 • sesamfræ

Kjúklingurinn steiktur á pönnu í strimlum og vökvanum hellt af áður en sweet chili sósan er sett á. Sesamfræjum stráð yfir þegar kjúklingurinn er tilbúin.

 • spínat
 • melóna
 • 1 epli
 • gúrka í strimlum
 • ferskt kóríander
 • fersk mynta
 • 3 radísur
 • möndluflögur

Svo gerði ég sósuna með 5 krydda kjúklingnum

Sósa

 • Dash af fersku kóríander, s.s. restin sem er ekki notuð í salatið.
 • 2 salatslaukar
 • 1 heilt chili
 • 2 cm af fersku engifer
 • 3 hvítlauksrif
 • safinn af 2 lime

Allt sett í litlu matvinnsluvélina mína og mixað í sósuform.

Hér fyrir neðan er svo sumarsalatið og sumarveðrið heima hjà mér.

20130730-205402.jpg

20130730-205415.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s