Sumarpizza – rauð og græn

Ég fékk ábendingu frá Láru vinkonu að prófa þessa rauðu pizzu frá Sollu í grænum kosti, ég finn ekki uppskriftina á netinu, en hún var send út með póstlistanum hjá henni. Ég var mjög ánægð með hana, það sama var ekki hægt að segja um Martin, en það er ekkert að marka hann, þar sem honum finnst ávextir og kvöldmatur ekki passa saman. Þessi rauða er mjög fersk og allt öðruvísi og svalandi á heitum sumarkvöldum. Græna var líka mjög góð, en hún var ekki eins nýstárleg eins og rauða. Ég gerði pizzubotnanna samkvæmt minni uppskrift, sjá hér.

Rauð pizza

Sósa:

 • 2 tómatar
 • 1/2 rauð paprika
 • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 1/2 dl gojiber lögð í bleyti í klst
 • 2 döðlur
 • 2 msk rauðlaukur
 • 1 msk ólífuolía
 • smá cayanne pipar og salt
 1. Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað þar til maður fær fína sósu

Botninn bakaður og sósan sett á, þessi uppskrift dugar á tvær kringlóttar pizzur á venjulegri ofnplötu, en ég gerði bara eina og geymdi restina af sósunni. Hún á að endast í viku í ísskáp í loftþéttu íláti.

Pizzuálegg á 1 pizzu

 • 1 gulrót, “skræluð”, fyrst er hún skræluð og svo er bara haldið áfram til að fá fína langar ræmur
 • 2 tómatar
 • 100 gr jarðaber
 • rjómaostur
 • fersk mynta

Áleggið lagt á pizzuna og svo borðuð með bestu lyst.

20130706-234849.jpg

Græn pizza

Pestó

 • 1 búnt basilika
 • 100 gr parmesean ostur
 • olífuolíka
 • 1 lúka valhnetur
 • 3 hvítlauksrif
 1. Allt sett í matvinnsluvél og blandað í gott mauk.

Pizzubotninn bakaður og pestóið sett á botninn, svo venjulegur ostur og tómatar og bakað í ofninum þar til osturinn er gullinbrúnn. Ofaná pizzuna er svo sett salat, hráskinku og parmesean ost og etv furuhnetur.

20130706-234913.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s