Grænmetisbuff úr sætum kartöflum og hvítum baunum með myntu- og gúrkusósu

Ég er búin að vera í smá bloggpásu þar sem ég var í siglingu á Göta Kanal, það er sem sagt skipaskurður milli Stokkhólms og Gautaborgar. Um borð í bátnum var nánast ólöglegt að vera með síma, hvað þá tölvur og vera að blogga.En nú er ég komin aftur og byrjuð að elda mat aftur.
Í kvöld skín sólin og gott að borða kannski aðeins léttari mat svona á sumrin, svo í kvöld gerði ég grænmetisbuff handa okkur með kaldri myntu- og gúrkusósu. Hugmyndina fékk ég úr matreiðlsubók sem ég fletti í gegnum heima hjá Elínu Birnu sem ég heimsótti í stutta stund í Gautaborg, en eins og svo oft áður geri ég bara svona það sem mér dettur í hug.

Grænmetisbuff úr sætum kartöflum og hvítum baunum

 • 4 hnefastórar sætar kartöflur
 • 2 fernur af 400 gr af hvítum baunum
 • 1 rauðlaukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 2 sallatslaukar
 • 2 egg
 • 4 msk möndlumjöl
 • 3 tsk fiberhusk eða meira möndlumjöl
 • salt, pipar, gott að setja nóg af cayanne pipar og einhver önnur krydd sem manni finnst passa.
 1. Sætu kartöflurnar eru skornar í helming og eldaðar í örbylgjuofni þangað til það er hægt að skófla maukið úr þeim – ca 15 mín kannski
 2. Hvítu baunirnar maukaðar í matvinnsluvél
 3. Rauðlaukur, hvítlaukur og sallatslaukur maukaður líka í matvinnsluvél
 4. Eggjum, möndlumjöli og kryddi bætt útí
 5. Steikt á pönnu þangað til gullinbrún
 6. Buffin bökuð í ofni í ca 15 mín, þar sem þau eru mjög mjúk er gott að baka þau örlítið og gera þau aðeins stökkari.

Myntu- og gúrkusósan er búin til úr tyrkneskri jógúrt, sýrðum rjóma, rifinni gúrku, ferskri myntu, og svo kryddað með salti og pipar.

20130612-193744.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s