Súkkulaði bollakökur með smjörkremi

bollakökurÞessar voru bakaðar handa Hrönn og Sigga sem voru að fá lítinn strák í heiminn. Varúð það er ekkert low carb við þessar! Uppskriftina fékk ég á bollakökunámskeiði hjá Rikku fyrir  en þær eru alveg svakalega mjúkar og góðar. Kreminu er svo sprautað á með Wilton 2D stútnum vinsæla sem býr til þessar fallegu rósir.

 • 150 g sykur
 • 150 púðursykur
 • 125 g smjör
 • 2 egg
 • 260 g hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 40 g kakó
 • 200 ml mjólk
 1. Hitið ofninn í 150°C á blástur.
 2. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós blanda, bætið þá eggjunum saman við.
 3. Blandið þurrefnunum saman við og mjólkinni í lokin.
 4. Hálffyllið pappírsform  af deginu, því að það lyftist töluvert.
 5. Best finnst mér að sprauta deginu í formin, það er fljótlegt og þægilegt.
 6. Bakið í ca 20 mín.

Smjörkrem

 • 250 g mjúkur smjörvi
 • 1 1/2 tsk vannilludropar
 • 500 g flórsykur
 1. Hrærið smjörið og vanilludropana í 1-2 mín
 2. Bætið 1/3 af flórsykrinum saman við í senn og hrærið vel á milli
 3. Matarlit bætt við í lokin ef að lita á kremið.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s