Sörur

sörurÞað má sko alveg gera sörur þó að það séu ekki jól. Það er líka alltaf sniðugt að eiga eitthvað í frystinum þegar græðgin læðist að manni 🙂 Uppskriftin er aðlöguð að lífstílnum, en er alls ekkert ósvipuð því sem ég hef verið að gera áður. Það var allavega merkilega litlu sem þurfti að breyta.

Botn

 • 1 1/2 dl möndlumjöl
 • 1 eggjahvíta
 • 1 msk erythritol
 1. Eggjahvítan stífþeytt og möndlumjölinu og erythritol blandað saman við.
 2. Sprautað á bökunarplötu í litlum doppum, þær breiðast ekki mikið út svo að það er best að sprauta þeim nákvæmlega eins og maður vill hafa þær
 3. Bakað við 150°C í ca 15 mín

Krem

 • 1 eggjarauða
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 50 g mascarpone eða rjómaostur
 • 1 msk kaffi
 • 2 msk kakó
 • 4 msk sukrin melis
 1. Eggjarauðan og sukrin hrært saman þar til létt og ljóst.
 2.  Mjúku smjörinu og mascarpone ostinum bætt útí
 3. Kaffi og kakó bætt útí í lokin, má bæta við meira eftir smekk.

Kreminu er smurt á kökurnar þegar þær eru alveg kaldar. Ég reyndi að setja eins mikið krem og ég kom fyrir á einni köku því að mér finnst það langbest 🙂 Þær urðu því svolítið eins og keilur þegar þær voru tilbúnar. Kökurnar geymi ég svo í frysti þangað til að ég set súkkulaðihúðina yfir. Oft ágætt að gera það jafnvel kvöldið eftir ef því þetta er svona smá stúss. Bræði þá 70% súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfi kökunum í og læt kólna aftur. Best er að geyma þær svo í frysti þangað til ca 15 mín áður en að á að borða þær.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s