Hæliskakan

bananakakanÞessi kaka hefur nafnið hæliskakan í minni fjölskyldu þar sem uppskriftin kemur upphaflega frá Heilsuhælinu í Hveragerði – sem heitir það reyndar ekki heldur Heilsustofnun Hveragerði en nafnið á kökunni fær samt að halda sér. Uppskriftina fékk ég frá frænku minni og er þessi kaka oft á borðum fjölskyldunnar í kökuboðum. Ég breytti henni lítillega í takt við mig en gæðin héldust engu að síður miðað við bragðprófanir sem fóru fram. Úr þessari uppskrift fæ ég tvær kökur ca 24 cm í þvermál.

 • 4 egg
 • 200 g erythritol
 • 4-5 rifnar gulrætur
 • 2-3 maukaðir bananar
 • 150 g möndlumjöl
 • 50 g kókosmjöl
 • 1/8 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk malaðar kardimommur
 • 1/2 tsk kanill
 • 200 g 70% súkkulaði ofan á kökuna
 • 2 msk rjómi til að blanda við súkkulaðið
 1. Egg og erytritol þeytt saman þangað til létt og ljóst
 2. Restinni varlega blandað saman við
 3. Skipt í tvö form og bakað við 170°C í 25-35 mín
 4. Súkkulaði brætt og rjómi blandaður við og þessu er hellt yfir kökuna.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s