Súkkulaðismákökur með kasjúhnetum og kókos

smakökurSorry Kristín, kasjúhnetur eru bara of góðar. Ég þurfti líka að fela kökurnar svo að þær myndu ekki klárast því að ég var ekki búin að borða heila köku sjálf þegar það voru bara tvær eftir. Uppskriftina fann ég hér, ég gat auðvitað ekki hamið mig og gerði tvöfalda uppskrift og ég þarf líka alltaf aðeins að breyta einhverju. Ég fékk samtals 16 stk litlar smákökur. Ég notaði eitt af mínum uppáhalds sykurlausa súkkulaði Perlége sem er með litlum heslihnetubitum í og smá salti, það er geggjað gott!

 • 40 g mjúkt smjör
 • 50 g kasjúhnetur malað smátt
 • 3 msk kókosmjöl
 • 1,5 msk kókóshveiti
 • 3 msk Erythritol
 • 1 msk kakó
 • 1/2 msk Torrani sykurlaust súkkulaðisíróp (þarf ekki, ég var bara að prófa)
 • 20 g sykurlaust mjólkursúkkulaði saxað
 1. Öllu blandað saman í skál svo úr verði deig.
 2. Búið til litlar kúlur og fletjið út á bökunarpappír svo úr verði stærðin sem þið viljið af kökunum. ATH þær leka ekki neitt svo að mótið þær eins og þið viljið hafa þær. Ég mæli frekar með því að hafa þær þynnri svo að þær verði örugglega stökkar.
 3. Bakið í 10 mín við 175°C og látið kólna alveg áður en að eru færðar af b0kunarpappírnum.
Advertisements

2 thoughts on “Súkkulaðismákökur með kasjúhnetum og kókos

 1. Þyrfti ekki að setja egg í þessa uppskrift sem mér annars líst svo ljómandi vel á og ætla ða prufa að gera. Kanski della en mér finnst vanta eitthvða til að halda þeim saman. Molna þær ekkert eftir bakstur? Flott síða hjá þér og gaman að skoða og prufa 🙂

  • Sæl og takk fyrir 🙂
   Það mætti ábyggilega prófa að bæta við eggi, þetta gekk samt alveg upp hjá mér án þess. Þær urðu alveg stökkar og fínar þegar ég var búin að baka þær. Ég hef líka þegar ég hef bakað þær aftur bætt við smá vatni ef ég er í vandræðum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s