Afmælis- og júróvisionkakan

Afmælisveisla hjá henni elskulegu Jönu og Júróvision partý, það er meira en nóg tilefni til að skella í einhverja skemmtilega köku, eða að ég fái smá kökuútrás. Hugmyndin af þessari köku varð til þegar ég sat í bíl á leiðinni útí sveit seinustu helgi á meðan Martin hlustaði á hokkýleik í útvarpinu sem ég var ekkert of spennt að hlusta á. Þá lét ég hugan reika um kökur og skreytingar og matarliti ofl. og þetta varð niðurstaðan. Fánakaka með hvítu marsipani og marglituðu glimmeri. Þar sem að fánar Íslands og Svíþjóðar eru ekki með neinn súkkulaðilit í sér var heldur erfitt að hafa súkkulaðibragð af kökunni. Þar sem súkkulaði er yfirleitt efst á listanum yfir það sem er gott að hafa í kökur hjá mér varð mér að detta eitthvað annað í hug. Ég er ekki frá því að ég sé pínu ástfangin af lausninni minni: Lemon curd, það er bara SJÚKLEGA GOTT! Ég bakaði eina uppskrift af klassískum botni fyrir prinsessutertu fyrir íslenska fánan og svo bakaði ég 1/4 af botnuppskriftinni fyrir sænska fánan.

20130519-160911.jpg

Prinsessutertubotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 2 tsk lyftiduft
 1. Egg og sykur þeytt ljóst og létt
 2. Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft blandað saman
 3. Þurrefnum blandað saman við eggin.
 4. 2/3 af deiginu er svo litað blátt með matarlit og 1/3 er litað rautt, ég notaði Wilton matarliti.

Fyrir sænska fánan, notaði ég 12 cm breitt form og gerði 1/4 af þessari uppskrift eins og ég sagði og litaði allt blátt.

Fylling

 • 5 dl þeyttur rjómi
 • ca 150 gr lemon curd
 • 1 dós niðursoðnar perur, hakkaðar
 1. Þeytta rjómanum blandað saman við lemon curdið

Samsetning af kökunni

 • 3 dl þeyttur rjóma til að hjúpa kökuna með
 • Tvö hvít marsipanlok til að hjúpa með

Ísland

 • Blár botn, smurt lemon curd ofaná ca 3-4 msk, perubitar, lemon curd rjómi
 • Rauður botn, smurt lemon curd ofaná ca 3-4 msk, perubitar, lemon curd rjómi
 • Blár botn
 • Öll kakan húðuð með þeyttum rjóma og marsipanlok sett ofaná.

Svíþjóð

 • Blár botn, smurt lemon curd ofaná ca 1 msk, perubitar, lemon curd rjómi litaður gulur með wilton matarlit
 • Blár botn
 • Öll kakan húðuð með þeyttum rjóma og marsipan lok sett ofaná

20130519-160902.jpg

Advertisements

One thought on “Afmælis- og júróvisionkakan

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s