Grillað eggaldin og halloumi með fersku salsa og kryddsmjöri

Þessi réttur er fullur af tilraunastarfsemi hjá mér, þar sem ég er að prófa mat sem ég hef ekki smakkað áður og prófa að gera eitthvað nýtt. Ég hef neflilega aldrei borðað halloumi ost af mikilli alvöru, þeas. ég hef bara smá smakkað en aldrei eldað heilan matrétt úr honum. Og svo hef ég aldrei búið til smjör áður sjálf, skil ekki af hverju, þetta er með því einfaldara sem maður getur gert í eldhúsinu. Uppskriftina sá ég hér, en eins og vanalega fylgi ég sjaldan því sem stendur. Halloumi ostur verður klárlega eldaður aftur hér til að reyna borða fleiri grænmetisrétti og það verður pottþétt gert aftur smjör, svo ég mundi segja að þetta væri mjög vel lukkaður tilraunaréttur hjá mér.

20130515-211541.jpg

Kryddsmjör

 • 2-3 dl rjómi
 • 1 stórt hvítlauksrif, fínhakkað
 • nokkrir stilkar af graslauk eða einhverju öðru fersku kryddi, t.d. steinselja, fínhakkað
 • salt, ef maður vill
 1. Þeyta rjóman nógu lengi þangað til að það myndast smjörkúlur og vökvin skilur sig frá smjörinu. Vökvanum hellt af.
 2. Hvítlauk og graslauk blandað saman við. smakkað til með salti.

Úr þessu kemur ca 1 dl smjör.

Grillað eggaldin og halloumi með fersku salsa (fyrir ca 4 svanga)

 • 4 eggaldin
 • 600 gr halloumi
 • 100 gr sólþurrkaðir tómatar
 • 4 tómatar
 • 2 rauðlaukar
 • 1 ferna svartar baunir (ca 400 gr)
 • salt og pipar
 • Ólífuolía og hvítt balsamedik eða hvítvínsedik
 • Ferskt basiklika ef maður á
 • Spínat sem meðlæti
 1. Eggaldin eru skorin í sneiðar og saltaðar á báðum hliðum og látnar standa í 30 mín. Það verður til þess að þau svitna svo það verður minni vökvi í þeim, getið séð svitaperlurnar á myndinni fyrir neðan. (Má sleppa þessu skrefi ef maður er að flýta sér)
 2. Á meðan eru ferska salsan útbúin, tómatar, rauðlaukaur og sólþurrkaðir tómatar er hakkað og sett í skál. Blandað saman við svörtu baunirnar, kryddað með salti og pipar og helt örlítið af ólífuolíu og balsamediki.
 3. Eggaldinin skoluð og þurrkuð með pappír eða viskustykki. Ég fyllti ofnskúffu með næstum öllum sneiðunum og steikti síðan í umferðum. Sneiðarnar fengu að vera inní ofni áður en þær urðu grillaðar á grillpönnunni og svo setti ég þær aftur til baka þegar ég var búin að grilla. Grillpannan er bara ekki nógu stór fyrir allar þessar sneiðar í einu 🙂
 4. Halloumi osturinn skorin í ca 0.5 cm þykkar sneiðar og penslaðar með olíu áður en ég steikti þær á grillpönnunni í ca 3-4 mín á hverri hlið.
 5. Öllu raðað saman á disk, fyrst spínat, svo eggaldin og halloumi ostur til skiptis og salsa yfir eða á milli eða hvernig sem manni henntar. Svo er góðri kryddsmjörkúlu skellt ofaná sem bráðnar yfir allan réttinn.

20130515-211601.jpg

20130515-211610.jpg

Advertisements

1 thought on “Grillað eggaldin og halloumi með fersku salsa og kryddsmjöri

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s