Gulrótar og bananamuffins með döðlum og valhnetum

Suma daga þegar ég er ekki á æfingum eftir vinnu hlakka ég til að koma bara heim eftir vinnu og dunda mér við að elda kvöldmat og slappa svo aðeins af heima. En nei nei ég sleppi mér algjörlega hömlulausri í eldhúsinu og er þar að bauka allt kvöldið. Eins og t.d.eitt kvöld í seinustu viku. Ég byrjaði að búa til múslí/granola sem þurfti að baka í ca 2 tíma í ofninum og hræra í reglulega. Svo eldaði ég kvöldmat, smjörsteiktur lax með kaldri dillsósu. En nei þetta var ekki nóg heldur fannst mér ég endilega þurfa að baka muffins því ég átti einn banana sem var orðin svona létt svart doppóttur og hann bara starði á mig og vildi að ég bakaði eitthvað úr honum. Átti því miður ekki fjóra svarta banana til að gera banana kökuna hennar Guðríðar með valhnetum og súkkulaði svo ég þurfti að finna eitthvað annað til að baka. Þetta varð því niðurstaðan, gulrótar og bananamuffins. Alltaf gott að eiga svona muffins í frystinum og ég var mjög fljót að skella í þessar, uppskriftina sá ég hér. Þær eru mjög djúsí mjúkar þessar, engar þurrar mylsnur hér sem þarf að mauka þykku lagi af kremi yfir, þessar eru bara góðar eins og þær eru.

20130512-115703.jpg

Gulrótar og bananamuffins

 • 1 bolli möndlumjöl
 • 1 bolli heslihnetumjöl (má nota möndlumjöl í staðin, en mér finnst gott að blanda aðeins)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk kanil
 • 1 bolli döðlur
 • 3 þroskaðir bananar (ég átti einn þroskaðan, einn passlega gulan, og svo þroskaðan banana í frysti, nota bara það sem maður á 🙂 )
 • 3 egg
 • 1/4 bolli bráðin kókosolía
 • 1 1/2 bolli rifnar gulrætur
 • 3/4 bolli gróft hakkaðar valhnetur
 1. Ofninn hitaður í 175 gráður
 2. Blanda saman möndlumjölinu, heslihnetumjölinu, lyftiduftinu, saltinu og kanilnum
 3. Döðlur, bananar, egg og kókosolían eru sett í matvinnsluvél og maukað
 4. Þurrefnunum blandað saman við blöndunar úr matvinnsluvélinni
 5. Gulrótum og valhnetunum blandað saman við restina.
 6. Sett í muffinsform og bakað í 25 mín, þessi uppskrift passaði í ca 18-19 stk.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s