Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt

sumarÍ þessu dásamlega veðri í gær þá vorum við með gesti í hádegismat. Það var surf and turf í  þetta skiptið og borðað úti á svölum í fyrsta skipti í sumar 🙂

Uppskriftina af humrinum má sjá hér

Grilluð nautalund með klettasalati

 • Klettasalat
 • Prima Donna ostur skorinn eða rifinn yfir (eða parmesan ostur)
 • Nautalund elduð eins og hér skorin í þunnar sneiðar
 • olífuolía + balsamic edik + salt +pipar blandað saman og hellt yfir að lokum

Súkkulaðimús

Ég notaði uppskrift frá Jamie í grunninn sem ég aðlagaði að mínum þörfum ;

 • 100g dökkt eðal súkkulaði, minnst 70%
 • 1 dl rjómi
 • 3 egg
 • 25 g Erythritol
 • 1/2 msk kakó
 • 1/4 tsk appelsínubörkur
 • 1 msk Kahlua

Skál 1 – Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði

Skál 2 – Þeytið eggjarauður og erythritol þangað til létt og ljóst

Skál 3 – Þeytið eggjahvítur þangað til stífar

Skál 4 – Þeytið rjómann

Bætið kakói og rjómanum í skál 2, bætið appelsínuberki og Kahlua útí bráðna súkkulaðið (skál 1). Blandið þá súkkulaðinu hægt saman við skál 2 og blandið öllu vel saman svo að blandan verði samleit. Bætið eggjahvítunum við mjög varlega í lokin til þess að loftið haldist í blöndunni. Skiptið í 4 lítil mót, kælið í amk 2 klst og skreytið 🙂 ég sigtaði kakó yfir í lokin og var búin að hafa appelsínubörk í sólinni til að þurrka hann og notaði sem skraut ofan á.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s