Próntínstykkin sem urðu að smákökum

Ég ætlaði bara rétt sem snöggvast að skella í prótínstykki fyrir bandýæfingu og var búin að googla einhverja uppskrift sem ég ætlaði svona semí að fylgja, en samt ekki. Þetta var neflilega alveg snilldar uppskrift í hausnum á mér, en greinilega ekki alveg í raunveruleikanum, deigið varð alltof mjúkt og enginn séns að það væri hægt að móta einhverskonar prótínstykki úr því. Þá bætti ég bara lyftidufti við deigið og bakaði úr því prótínsmákökur. Mér fannst þær heldur þurrar en þær fengu samt ágætis einkun í búningsklefanum eftir æfingu. Svo hér kemur uppskriftin af þessum “misheppnuðu” prótínstykkjum/kökum.

20130508-215842.jpg

Prótínsmákökur

  • 1 pakki hvítar baunir (ca 400 gr)
  • 1 dl vanillu prótín duft
  • 2 tsk mesquite duft
  • ein lúka heslihnetur
  • 2 msk kakónibbur
  • 1 tsk lyftiduft
  1. Hvítar baunir, prótín duft og mesquite duft blandað í matvinnsluvél eða maukað með töfrasprota.
  2. Heslihnetur, kakónibbur og lyftidufti hrært saman við, eða púlsað létt í matvinnsluvélinni
  3. Mótaðar litlar kúlur eða klessur með matskeið og settar á plötu, held þetta hafi verið ca 10 stk.
  4. Bakað í ofni á ca 175 gráðum og alls ekki lengi!! Max kannski 5 mín, en þið getið prófað ykkur áfram með tíman. Þær munu ekki ná að verða gullinbrúnar og fallegar á þessum stutta tíma svo ekki fara eftir útlitinu þegar þið bakið. Mínar urðu mjög þurrar en bragðið er allavega mjög gott, bara um að gera að drekka eitt mjólkurglas með, þá er maður í góðum málum 🙂
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s