Palak Paneer – Indverskur spínatréttur með paneer osti

Þessi réttur er hluti af grænmitisréttarátakinu mínu, en ég get allavega státað mig af því að eiga heiðurinn af öllu grænmetisréttunum á þessari síðu 🙂 Guðríður, ekkert að gerast hjá þér í þessum málum ? Og þetta er líka fyrsta tilraun mín til að búa til ost, sem ég held að hafi bara heppnast ágætlega. Þið þekkið þetta kannski að maður fer út að borða á einhverjum indverskum stað og maturinn er ótrúlega góður og svo ætlar maður heim að gera eitthvað svipað en það verður bara aldrei eins gott og það sem maður fékk á veitingastaðnum? Og þetta Chicken tikka masala í krukku er bara ekki það sem maður er að leita eftir finnst mér. En í þetta skipti fannst mér ég ná að tækla þetta því ég var mjög sátt við þennan grænmetisrétt og hefði hann örugglega geta sómað sér á hvaða indverska veitingastað sem er…vonandi 🙂 Ég studdist við þessa uppskrift en get ekki sagt að ég hafi fylgt henni neitt sérstaklega vel.
20130505-123601.jpg

Paneer ostur

 • 3 lítrar feit mjólk (3% eða meira)
 • 0,5-1 dl sítrónusafi
 • Ostagrisja/taubleyja eða fataþvottapoki, það var það eina sem var til í minni búð, en virkaði bara mjög vel.
 1. Hellið mjólkinni í þykkbotna pott, ég var bara með venjulegan stálpott, bara muna að hræra vel og oft. Hitið að suðu.
 2. Hellið sítrónusafanum útí í smá skömmtum, byrjið með 0,5 dl og svo má bæta meiru við. Bíðið þangað til að mjólkin byrjar að kekkjast, þá er þetta að virka.
 3. Hellið kekkjuðu mjólkinni í ostagrisjuna og hafið sigti undir og skál undir sigtinu til að taka við afgangsvökvanum.
 4. Reynið að pressa eins mikið af vökvanum úr ostinum og látið eitthvað þungt ofaná til að pressa ennþá meira. Ég var með mortel ofaná sem virkar mjög vel sem lóð. Látið standa í amk hálftíma en má standa í nokkrar klukkutíma. Ég gerði ostin deginum áður en ég bjó til spínatréttinn en það má vel gera þetta samdægurs.

Ég fékk uþb 400 gr úr 3 lítrum af mjólk, ég hefði líklega átt að setja meira sítrónusafa en ég setti bara 0,5 dl. Google segir mér að maður ætti að fá uþb 600 gr úr 3 lítrum af mjólk svo ég hefði átt að setja meiri sítrónusafa, átti bara ekki meira og fyrsta tilraun, maður lærir af reynslunni

Palak Paneer

 • 600 gr frosið spínat eða ferskt
 • Paneer osturinn, 400-600 gr.
 • 2-4 tómatar
 • ca 1 þumalslengd af fersku engiferi
 • 1 tsk kóríander duft
 • 1/2 tsk gurkmeja
 • 1/2 tsk chili, má nota ferskt chili og krydda meira ef maður vill hafa þetta sterkara
 • 1 tsk spiskummin
 • 1 tsk garam masala
 • 1/2 tsk salt eða smakka til
 • 2 tsk heilhveiti
 • 1 dl rjómi
 1. Ef notað er frosið spínat má setja það aðeins í blandarann til að fá mýkri áferð á það.
 2. Tómatar og engifer mixað í matvinnsluvél í mauk
 3. Kóríander ,gurkmeja, chili, spiskummin og garam masala blandað í engifer og tómatmaukið.
 4. Blandið heilhveiti og rjómanum saman og látið til hliðar
 5. Osturinn skorinn í bita og steiktur á pönnu með nóg af olíu. Þegar osturinn er orðin gullinbrúnn er hann settur á eldhúspappír til að þerra olíuna af ostinum.
 6. Hellið tómat og engifer og kryddmaukinu á pönnuna og látið malla í 5-10 mín.
 7. Bætið spínatinu útí pönnuna og málið malla aftur í 10 mín með lok á pönnunni.
 8. Bætið rjóma og hveitiblöndunni útí og látið aftur malla í 5 mín.
 9. Loks er gullinbrúna paneer ostinum bætt útí, hrærið honum varlega saman við spínatið.

20130505-131731.jpg

Við vorum með heilkorna hrísgrjón með þessu og örlítið af tyrkneskri jógúrt. Þessi réttur er nú ekkert sérstakt augnayndi, en maður verður nú að taka myndir af matnum til að sjá hvernig hann lítur út. Ég get lofað ykkur að hann bragðast mun betur en hann lítur út.

Advertisements

3 thoughts on “Palak Paneer – Indverskur spínatréttur með paneer osti

 1. Jább, ég mæli hiklaust með því Tinna. Það er víst líka hægt að nota halloumi í staðin fyrir paneer ostinn, en halloumi er töluvert meira saltaðri, þá kannski saltar maður spínatið minna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s