Epla og kanil muffins

Eftir nokkrar tilraunir þá er Tviburagourmet komið í sumarfötin! Sama blogg bara aðeins sumarlegra 🙂 Við Martin vorum í sveitinni um helgina þar sem ég átti að vera að hvíla úr mér kvefið á meðan hann ætlaði að fella nokkur tré. En auðvitað get ég ekki bara setið og lesið eða horft á sjónvarpið í heilan dag svo að ég bakaði fyrst Brauðið sem breytir lífi þínu og svo þessar muffins. Uppskrifin er frá henni Kristu en í staðin fyrir bláber var ég með epli og kanil. Það sniðuga við þessa uppskrift er að maður getur bara sett það sem manni langar í út í muffinsdeigið, ég átti bara ekki frosin bláber og er líka með kanilblæti (Guðríður líka, á háu stigi) þannig að epli og kanil varð það í þetta skipti. En þá má örugglega setja hindber, bláber, súkkulaðibita, hnetur osfrv., bara svo eitthvað sé nefnt.

20130430-142916.jpg

Epla og kanil muffins (12 stk)

 • 6 egg
 • 120 ml rjómi
 • 75 gr kókoshveiti
 • 1 epli
 • 100 gr stevia strö
 • kanil, að vild
 1. Hitið ofnin í 175 gráður
 2. Þeytið saman eggjum, sætuefni og rjómanum. Bætið svo kókoshveitinu samanvið og látið þykkna í 5 min.
 3. Flysjið eplið og skerið það í litla bita, blandið saman eplum, kanil og ca 2 msk af sykrinum við eplin.
 4. Setjið eplin útí deigið, ég geymdi nokkra bita til aðsetja ofaná múffurnar, bara til að fá smá lúkk á þær 🙂
 5. Setjið í muffinsformin og bakið í miðjum ofni í ca 25 min eða þangað til múffurnar eru orðnar fallegar á litin.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s