Bananakaka með súkkulaðibitum og valhnetum

bananakakaÉg er að læra undir próf þessa dagana, sem verður til þess að ég finn brálæðislega þörf fyrir að taka til og baka og gera ýmislegt á heimilinu sem að ég hefði átt að vera löngu búin að gera. Mér tókst til dæmis að bora upp hillu núna á sunnudaginn sem er búin að bíða í alveg úff já frá því fyrir jól. Þannig að mér fannst alveg nauðsynlegt þar sem að við vorum með kaffi í vinnunni í dag að ég myndi líka baka köku til að taka með mér. Ég átti líka banana sem voru við það að týnast í myrkri þeir voru orðnir svo svartir þannig að ég varð auðvitað að finna eitthvað gott til að nota þá í. Þessi kaka varð til úr nokkrum uppskriftum en svona í grunninn frá Paleo Gourmet.

 • 4 bananar – mjög vel þroskaðir
 • 3 egg
 • 60 g smjör – bráðið
 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti
 • 1 dl kókósmjöl
 • 1 dl hörfæjamjöl (flax seed meal)
 • 2 msk Erythritol
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 50 g valhnetur – saxaðar
 • 50-70 g dökkt súkkulaði – saxað
 1. Stappið bananan og hrærið vel með eggjunum og bráðnu smjöri þar til kekkjalaust.
 2. Þurrefnum blandað saman við banana gumsið
 3. Valhnetur og súkkulaði bætt við í lokin
 4. Hellt í mót (ca 20x30cm) og bakað í ca 15-20 mín við 175°C
Advertisements

2 thoughts on “Bananakaka með súkkulaðibitum og valhnetum

 1. Pingback: Gulrótar og bananamuffins með döðlum og valhnetum | Tvíbura gourmet

 2. Pingback: Súkkulaðibananakaka með valhnetum og döðlum | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s