Kúrbíts canneloni með ricotta og spínat fyllingu

Þennan rétt sá ég á blogginu eldhúsperlur.com hjá henni Helenu sem er með mjög skemmtilegt og fallegt matarblogg. Ég er neflilega svo léleg í að gera grænmetisrétti og þessi réttur leit rosalega vel út og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með bragðið. Ég reyndar breytti smá þar sem ég átti ekki alveg allt til í réttinn, en það varð örugglega ekkert verra. Um að gera að nota það sem maður á til í ísskápnum.

20130423-215408.jpg

Kúrbíts canneloni með ricotta og spínat fyllingu

 • 4 litlir kúrbítar (líklega betra að vera með 2-3 stóra, en þeir áttu bara litla í Ica þegar ég var að versla)
 • 500 gr einhverskonar ostur, helst ricotta, ég var með blöndu af ricotta, mascarpone og rjómaosti.
 • tvær lúkur af fersku spínati
 • 5 hvítlauksgeirar
 • safi og börkur af 1/2 sítrónu
 • 1/2-1 tsk chili/cayanne pipar. Ég setti 1 tsk var kannski aðeins í sterkari kantinum
 • 4 döðlur
 • ferskt basilika (eða þurrkuð) eftir smekk
 • salt og pipar

Tómatsósa

 • 500 gr maukaðir tómatar
 • 3-4 msk tómatpúrra
 • 1 tsk þurrkað timian
 • 1-2 tsk oregano
 • 1/2 grænmetisteningur
 • fersk basilika (ef maður á)
 • salt og pipar
 1. Kúrbíturinn skorinn í ca 1/2 cm þykkar sneiðar eftir honum endilöngum, svo steiktur á grillpönnu þangað til sneiðarnar eru orðnar mjúkar og komnar með fallegar grillrendur þá er hann settur á eldhúspappír.
 2. Gott er að gera sósuna núna, setja allt innihaldið í sósunni í pott og láta malla á meðan maður útbýr fyllinguna
 3. Spínat hakkað í smá bita og blandað saman við ricotta hræruna. Sítróran kreist útí,hvítlaukurinn hakkaður eða kreistur útí blönduna líka. Döðlurnar hakkaðar smátt og kryddað með chili,basiliku , salti og pipar og öllu blandað saman.
 4. Sósunni er hellt í eldfast mót og svo er kúrbíturinn “fylltur” og lagður ofaní sósuna. Ég smurði ostahrærunni ríflega á endilanga kúrbítinn og rúllaði svo upp og lagði ofaní.
 5. Bakað í ofni í ca 15-20 mín.
 6. Mæli hiklaust með ríflegu magni af parmesean osti ofaná.
Advertisements

One thought on “Kúrbíts canneloni með ricotta og spínat fyllingu

 1. Takk fyrir falleg orð. Gaman að rekast á uppskriftina hérna inni. Hún vakti mikla lukku á mínu heimili og gaman að sjá þegar fleiri hafa prófað. Þá er nú markmiðinu náð! 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s