Sumar humar

humarVið frystikistu tiltekt fannst ýmislegt góðgæti. Til dæmis þessi fallegi humar okkur til mikillar gleði 🙂 Ég er eiginlega ennþá að slefa því að mér fannst þetta svo svakalega gott. Ég útbjó bara hvítlauks smjör og hafði tilbúið við grillið. Humarinn klauf ég í helminga og hreinsaði þannig skítaröndina út. Humarinn var þá grillaður í örfáar mín í sárinu svo snúið við og penslaður með hvítlaukssmjörinu og grillaður aðeins áfram á bakhliðinni áður en tilbúinn. Með þessu var svo borið fram ferskt salat eins og sjá má ásamt muldum kasjúhnetum og chili majonesi. Þetta borðum við þá soldið eins og með pylsur í gamla daga, dýfa í sinnep eða tómatsósu og svo steikta laukinn. Nema það er þá að taka humarinn úr skelinni, dýfa í chili mæjónesið og svo í muldu kasjúhneturnar. Þetta má svo nota sem bæði forrétt eða aðalrétt og gaman að leika sér með sósu til að dýra í eða hnetumulning.

Hvítlaukssmjör

  • Smjör
  • Hvítlaukur – smátt saxaður
  • Steinselja – smátt söxuð
  • Sítrónusafi

Chili majónes

  • Mæjónes
  • Sambal oelek (chili paste) eftir smekk
Advertisements

2 thoughts on “Sumar humar

  1. Pingback: Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt | Tvíbura gourmet

  2. Pingback: Sjávarrétta tapas | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s