Hamborgari

hamborgariTil að gera hamborgara finnst mér soldið nauðsynlegt að hafa brauð með. Ég notaði örbylgjubolluna hjá Kristu (sjá hér) og kryddaði með því sem mér fannst girnilegt (papriku, piri piri, chili ofl), ég hafði líka eina og hálfa uppskrift fyrir hvern hamborgara svo að bauðin yrðu aðeins stærri. Ég setti svo sesamfræin ofaná til að fá þetta klassíska hamborgarabrauðs útlit 🙂 Ekki skemmdi fyrir að ég fann skál svo að þetta kom meira segja út í laginu eins og hamborgara brauð. Ég grillaði svo líka brauðið til að fá þessar fallegu rendur í brauðið, við borðum stundum líka með augunum.

Hamborgarana geri ég líka alltaf sjálf og er alveg nauðsynlegt að fá gott hakk í þá og kaupi ég það alltaf í Kjötkompaní í hafnarfirði.

Hér er mín uppskrift fyrir 2 hamborgara:

  •  200g hakk
  • 1 egg
  • ca 1/4 af rifnum osti (ég notaði piparost)

Þessu er svo þjappað saman í tvær bollur og stekt á pönnu eða grillað 🙂 Restina af ostinum notaði ég svo til að búa til piparostasósu til að hafa með hamborgaranum. Svo máttu bara setja það sem þig lystir á borgarann, einfalt og þægilegt en svo rosalega gott!

Advertisements

One thought on “Hamborgari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s