Prótínlausar pönnukökur

20130421-192327.jpg

Gerði pönnukökur í dag eftir að ég var búin með dagsverkið, sem var að ryksuga og fara út að hlaupa. Þar sem að ég gerði mér prótín sjeik eftir hlaupið fannst mér óþarfi að troða prótein dufti í pönnukökurnar líka. Ég notaðist við uppskriftina mína af graskerspönnukökunum en breytti bara aðeins.

Prótínlausar pönnukökur (fyrir 1)

  • 1 egg
  • 6-7 msk möndlumjöl
  • 1 tsk lucoma
  • 1 tsk lyftiduft
  • dash af vaniludufti
  • pínu lítið mjólk ef manni finnst deigið of þykkt
  1. Allt þeytt með töfrasprota og svo steikti ég 4 litlar lummustærðir af pönnukökunum.
  2. Átti svo þessi fallegu fersku hindber sem ég var með sem “álegg” ásamt, kvarghræru (vanillu og venjulegu), kókosflögur og svo var splæst í hlynsíróp ofaná líka. Ég átti það þokkalega skilið eftir mína 10 km.

Leave a comment