Mexíkanska skàlin

20130418-180119.jpg

Ég veit að ég er ekkert að finna upp hjólið hér, en yfirleitt eru alltaf einhverskonar pönnukökur eða taco skeljar með mexíkönskum mat. Þar sem ég er alveg hræðilega léleg í að loka mínum pönnukökum þegar ég er að borða (allir Flórídafarar geta vitnað um það) þá er líka bara meira en í góðu lagi að setja bara allt í skál og sleppa pönnukökunum, og þar með sleppa líka kolvetnunum sem þeim fylgja.

Það er tvennt sem mér finnst nánast ómissandi með mexíkönskum mat þ.e. í fyrsta lagi guacamole (sjá fjólubláa hringinn á myndinni til hægri) en svo í öðru lagi fersk salsa (blái hringurinn), og ætla ég því hér með að deila mínum uppskrifum af þessum sósum/hrærum.

Guacamole

 • 5 lítil avocado (eða kannski 2 eða 3 stór)
 • 1 ferskt jalapeno eða chili
 • 4 hvítlauksrif
 • safinn af 1/2 lime
 • 1/2 rauðlaukur
 • etv fínt hakkaðir tómatar (ég var ekki með það í þetta skiptið)
 • salt og cayanne pipar eftir smekk
 1. Avocado maukað, jalapeno, rauðlaukur og hvítlaukur hakkaður mjög smátt
 2. Öllu blandað saman og smakkað til með salti og cayanne pipar

Fersk salsa

 • 4-5 tómatar
 • 1 búnt kóríander
 • ca 4 hvítlauksrif
 • safinn af 1/2 lime
 • 1/2 -1 rauðlaukur
 1. Tómatar og rauðlaukur hakkað smátt. Hvítlaukurinn pressaður útí og kóríanderið klippt útí
 2. Lime safinn kreistur yfir og öllu er hrært saman

Nú í mexíkönsku skálinni fyrir utan guacamole og ferskt salsa var ég með kjúklingabita, svartar baunir, salat, gúrku, sýrðan rjóma og þessa venjulegu salsa.

Advertisements

2 thoughts on “Mexíkanska skàlin

 1. Fersk salsa og guacamole gera allan mat að veislumat… ég einfalda stundum málin með því að gera salsað fyrst (þá með chili/jalapeno út í) og stappa síðan avókadó og skella bara smávegis af salsanu út í það til að fá guacamole, þar sem þetta eru að svo miklu leyti sömu innihaldsefnin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s