Chili

imageÉg lenti í matarboði hjá góðvinum mínum Kára og Elínu og var þar í boði svona Chili, síðan þá er mig búið að langa að búa til svona sjálf, hræra í potti í marga tíma og slumpa rauðvíni útí eftir hentugleika, þið vitið gera eitthvað gourmet 😉 Loksins dreif ég í þessu og ég tók mér tvo daga í þetta. Ég sem sagt byrjaði á að saxa grænmeti og kjötið á miðvikudagskvöldi eftir kvöldmat og mallaði fram eftir kvöldi og svo aftur á fimmtudagseftirmiðdag í dágóðan tíma. Þetta þarf kannski ekkert, flestar uppskriftir sem ég skoðaði voru að malla í 1-3 tíma kannaki, en mér finnst kjötið verða einhvern veginn betra og allt verður einhvernveginn meira mauk og mér finnst það betra. Ég er líka ekkert brjálaðslega hrifin af nautahakki þannig að í þessari uppskrift notaði ég hakkað nautagúllas. Hér fáið þið mína útgáfu af þessum vinsæla rétt. p.s þetta er líklega matur fyrir ca 12 manns en dásamlegt að eiga í frysti 🙂

 •  1 kg nautagúllas (hakkað í hakkavél eða maukað í matvinnsluvél)
 • 3 laukar – saxaðir
 • 4 meðalstórar gulrætur – saxaðar
 • 3 rauðar paprikur – saxaðar
 • 4 sellerí stönglar – saxaðir
 • 4 hvítlauksgeirar – saxaðir
 • 400g kjúklingabaunir
 • 400 g nýrnabaunir
 • 4×400 g niðursoðnir tómatar
 • 300 mL vatn
 • 3 tsk kanill
 • 3 tsk chili duft
 • 2 tsk cumin
 • sjávarsalt
 • nýmalaður pipar
 • ca 3 dl rauðvín eða eftir smekk
 • ca 30 g af 70% súkkulaði eða eftir smekk
 • ferskur kóríander og lime safi við framreiðslu
 1. Allt grænmeti brúnað í potti með smá smjörklípu. Kjötinu er svo bætt við og brúnað örlítið.
 2. Kjúklingabaunum og nýrnabaunum ásamt niðursoðnum tómötum bætt í pottinn og vatni líka.
 3. Allt er svo soðið saman og kryddað eftir smekk. Rauðvíni og súkkulaði bætt í eftir smekk.
 4. Hrærið í reglulega svo að brenni ekki við.
 5. Sjóðið í 2-8 tíma eða eftir smekk.

Með kássunni gerði ég smá Avocado blöndu:

 • saxað avocado
 • saxaður rauðlauk
 • ferskur kóríander
 • lime safi
 • salt og pipar

Gott er að hafa líka sýrðan rjóma og þeir sem vilja geta líka borðað snakk eða hrísgjón með sínum rétt.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s