Gulrótarkaka

image

Ég var búin að vera hugsa síðan á föstudaginn að mig langaði svo að prófa að baka gulrótarköku. Er svo búin að liggja yfir nokkrum uppskriftum til þess að gera hina fullkomnu köku, eða þið vitið með öllu sem mér finnst gott og ég veit að er til 🙂
Þessi uppskrift passar í tvö 12 cm springform.

Gulrótarkaka

 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 30 g saxaðar valhnetur
 • 1/2 dl sætuefni (ég notaði Stevia strö)
 • 2 msk kókosmjöl
 • 2 tsk kókoshveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk engifer
 • 50 g bráðið smjör
 • 2 egg
 • 80 g rifin gulrót
 1. Blandið saman öllum þurrefnunum í skál.
 2. Hrærið saman við bráðnu smjöri, eggjum og gulrótunum.
 3. Smyrjið formin með smöri eða notið bökunarpappír undir. Hellið deginu í formin og bakið við 175°C í 20 mín.

Kremið

 • 150 g rjómaostur (eða blanda af rjómaosti og mascarpone)
 • 35 g mjúkt smör (við stofuhita)
 • 1/2 dl sætuefni (ég notaði Sukrin melis)
 • 1/2 tsk sítrónubörkur
 • 1/4 tsk vanilluduft
 1. Blandið öllu saman og hrærið vel svo að kremið verði ekki mjög kekkjótt

Passið að láta kökuna kólna áður en að kremið er sett á og þeir sem vilja geta skemmt sér við að skreyta kökuna. Ég tálgaði eina litla gulrót og átti smá kóríander sem passaði svona akkúrat. Það eru litlu hlutirnir sem að gleðja 🙂

Advertisements

1 thought on “Gulrótarkaka

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s