Eggjamorgunmatur með eplum

Ég get eiginlega ekki kallað þetta eggjaköku og ekki heldur pönnukökur, svo að þetta fær bara að heita eggjamorgunmatur. Mig langaði í egg í morgunmat en nennti ekki að leita að neinni pönnuköku uppskrift og þetta var á virkum degi þar sem ég nenni ekki að eyða of löngum tíma í morgunmat. Samt langaði mig að borða eitthvað annað en bara steikt egg, soðin egg eða tyrknesta jógúrt, svo úr varð þessi pönnukaka/eggjakaka.

20130413-145710.jpg

Eggjamorgunmatur (fyrir einn)

Ekki vera eyða of miklum tíma í að finna til einhver dl mál eða annað, bara taka fram eina venjulega skál eins og fyrir morgunkorn eða jógúrt og eina teskeið, það er það sem ég gerði. Þetta tók mig bara nokkrar mínútur og bara álíka lengi eins og ef ég hefði gert hafragraut, svo tímaþröng er engin afsökun.

  • 2 egg
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 3 tsk heslihnetumjöl (eða eitthvað hnetumjöl, það er skortur á möndlumjöli í matvörubúðinni minni annars hefði ég notað möndlumjöl)
  • 3 tsk fibrex
  • 2 tsk fiberhusk
  • pínu vanilluduft
  1. Allt sett í skálina og blandað saman með töfrasprota. Ef degið er of þunnt til að gera “pönnukökur” má setja meira hnetumjöl. Ef of þykkt má setja smá mjólk eða vatn til að þynna.
  2. Steikja á pönnu, mér finnst auðveldara að gera litlar kökur, og svo borða með bestu lyst með einhverju “áleggi” ég var með epli, kvarg (skyr á Íslandi), venjulegt og með vanillu og svo smá pekanhnetur.
Advertisements

3 thoughts on “Eggjamorgunmatur með eplum

    • Takk Hrafnhildur! Fibrex fæst í öllum helstu matvörubúðum hér í Svíþjóð en ég veit því miður ekki hvort eða hvar þetta fæst à Íslandi. Guðríður getur kannski svarað því hvort hún hafi fundið Fibrex eða eitthvað svipað. En fibrex er í raun bara trefjar með mjög litlum kolvetnum. Í útliti er þetta örlítið eins og haframjöl svo ef manni er sama um kolvetnin mà alveg nota haframjöl í staðin fyrir Fibrex, en ef maður vill hafa kolvetnin í làgmarki er bara hægt að nota meira hnetumjöl í staðin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s