Sítrónubaka

lemontart-fixedÞessi dásemd kemur frá Åse og er bragðast mikið betur en hún lítur út fyrir að gera, ég lofa. Ég vildi bara gera litla uppskrift til að prófa þannig að ég minnkaði hennar töluvert. Mótið mitt er 12 cm springform en ég hefði náð að gera tvær svoleiðis kökur úr hráefninu sem ég notaði.

Bökubotn

 • 1 3/4 dl möndlumjöl
 • 25 g smjör
 • 1/2 msk HUSK
 • 1/2 msk sætuefni (ég notaði Sukrin melis)
 • 1/2 krm salt
 • 1 eggjarauða
 • 1 msk rjómi

Fylling

 • 150 g mascarpone
 • 1,5 sítróna (3/4 dl safi + sítrónubörkur)
 • 3/4 dl sætuefni (ég notaði Sukrin melis)
 • 2 egg
 • 2 eggjarauður
 1. Bökubotn: Blandið möndlumjöli og smjöri í matvinnsluvél og vinnið saman. Bætið svo öllu öðru saman við sem á að vera í botninum og blandið þangað til orðið að degi.
 2. Kælið botninn í amk 30 mín í ísskáp
 3. Breiðið botninn út – gott tips að gera það á milli plastfilmu til að það festist ekki allt við keflið.
 4. Bakið botninn í ca 7-8 mín við 175°C
 5. Hækkið hitann svo í 225°C þegar botninn er tilbúinn
 6. Fyllingin: Hrærið saman sítrónusafa og sætuefni og sítrónuberkinum og látið sætuefnið leysast upp
 7. Blandið þá eggjunum einu í einu útí og hrærið vel á milli – ég notaði töfrasprota til þess að fá ekki kekkji.
 8. Blandið þá síðast mascarpone ostinum útí og blandið vel saman

Bakið í ca 30 mín – passa að brenna bökuna ekki að ofan og setja álpappír yfir ef að hún er orðin of dökk.

Bakan var langbest volg finnst mér, þá er kanturinn harður og fyllingin bráðnar uppí manni 🙂

One thought on “Sítrónubaka

 1. Ég er að með svo brjálað æði fyrir sítrónum þessa dagana þannig að ég þarf klárlega að prófa þessa 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s