Grillaðar kjúklingabringur með ofur sumar salati

20130411-182712.jpgKjúklingur er alltaf góður og oft finnst mér ég lenda í sama farinu og elda sömu uppskriftir aftur og aftur. Svo eins og svo oft áður hefst leit á netinu að einhverju nýju og fersku. Og hér um daginn rakst ég á þessa uppskrift af salsa sem leit svo rosalega girnilega út að ég varð að prófa. Ofur sumar salat eða salsa (þeir kalla þetta peach salsa hér) og ég held bara að þetta geti passað með nánast hverju sem er, passaði allavega mjög vel pönnugrilluðu kjúklingabringunum mínum.

Ofur sumar salat

  • 5 ferskjur (ég var með nektarínur, en ég myndi mæla með ferskjum, þær voru bara ekki til útí búð)
  • safinn af 1 lime
  • 1 jalapeno
  • 1 rauðlaukur
  • 1 búnt kóríander
  • 2 tómatar
  • 3 hvítlauksrif
  1. Ferskjurnar skornar í helminga og kjarninn tekinn út. Ferskjuhelmingarnir penslaðir með smá olíu og lagðir á grillpönnuna (eða venjulega grillið). Þar mega ferskjurnar malla í svona 8-10 min eða lengur, bara þangað til þær eru orðnar mjúkar, þá má taka þær af grillinu og láta þær kólna og skera svo í litla bita.
  2. Rauðlaukurin, tómatarnir og jalapeno hakkað smátt og allt sett í skál. Kóríanderið saxað eða klippt útí og svo loks safin af liminu kreistur út í allt.
  3. Ferskjunum er blandað útí restina þegar þær eru orðnar nógu kaldar. Svo má þetta neflilega alveg standa í góðan tíma, jafnvel einn sólarhring, ég gerði það allaveganna og það varð alls ekki verra við það.

Með salatinu var ég með grillaðar kjúklingabringur og  heilhveiti kúskús kryddað með gurkmeju, papriku, salti og pipar. Gerði svo sósu úr majonesi, tyrkneskri jógúrt, sítrónusafa og smá salti. Sorry en namm, samsetningin af þessu öllu var bara miklu betri en ég átti von á, svona kemur maður sjálfri sér á óvart stundum. Mæli með þessu þegar manni langar í eitthvað aðeins öðruvísi salat með matnum.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s