Svínakjöt í chili rjómasósu

svinakjotÞennan rétt prófuðum við í kvöld, ég fann uppskriftina hjá Cosmocatten sjá hér. Sósan var alveg einstaklega ljúffeng og lá við að sambýlismaðurinn tæki skeið og borðaði sem súpu 🙂 Ofboðslega einfaldur réttur sem auðvelt er að gera á örfáum mín.

Fyrir 3-4

 • 1 svínalund (ca 650 g)
 • 1 rauð paprika
 • 2 dl rjómi
 • 4 dl sýrður rjómi
 • 2 msk kálfa kraftur (kalvfond – fæst í litlum flöskum)
 • 3 tsk sambal oelek (chili paste)
 • 1 msk soja
 • salt og pipar
 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Skerið lundina í sneiðar og raðið í ofnfast mót, raðið niðurskorinni papriku ofan á kjötið
 3. Hitið í potti rjóma, sýrðan rjóma, soja, kálfakraftinn og sambal oelek og látið sjóða í örfáar mín. Smakkið sósuna til með salti og pipar
 4. Hellið sósunni yfir kjötið og bakið í 30 mín

Við borðuðum svo með þessu brokkolí beikon gratín sem að kemur hér á síðuna rétt strax

Advertisements

1 thought on “Svínakjöt í chili rjómasósu

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s