Sunnudags kjúklingur

kjúlliEftir að heimilið kynntist Heston var bara ekki aftur snúið. Hér er á ferðinni einn albesti kjúklingur sem við höfum smakkað, sjá uppskriftina hans hér. Orðin sem komu út úr Daða voru einhvernveginn svona : OMG og ÞETTA ER BESTI KJÚKLINGUR SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!!! HANN ER SVO MJÚKUR!!! Þennan mæli ég með að gera á sunnudegi því að það þarf að vera soldið heima yfir þessu, eða þá bara ef þú nennir að borða seint á virkum degi, það er líka allt í lagi. Eldunartíminn er nebblilega alveg 3-4 tímar.

 1. Kjúklingurinn þarf að liggja yfir nótt í saltbaði. Ég kom mínum kjúkling fyrir í stórum potti og í hann komust 3 L af vatni með kjúklingnum í. Fyrir hvern líter af vatni á að blanda 60 g af salti útí. Mikilvægt er að allur kjúklingurinn sé þakinn saltvatnsblöndunni. 
 2. Setjið plastfilmu yfir pottinn og látið standa yfir nótt í ísskáp.
 3. Þerrið kjúklinginn og komið honum fyrir í eldföstu móti. Inní kjúklinginn fer:
  • Heil sítróna sem búið er að kremja og gata
  • Hálft búnt af fersku timjan
 4. Kjúklingurinn er þá smurður með smjöri og komið fyrir í ofninum á 90°C. Eldið kjúklinginn þangað til kjarnhiti bringunnar er orðin 60°C, það getur tekið 2-3 tíma eftir því hversu stór kjúklingurinn er.
 5. Þegar 60°C kjarnhita er náð er kjúklingurinn tekinn út og á að standa við stofuhita í 45 mín til þess að jafna sig.
 6. Bræðið 125 g af smjöri og setjið hinn helminginn af ferska timjaninu í pottinn með smjörinu. (Heston er 30 ml af hvítvíni líka en ég sleppti því reyndar) Makið þessu ofan á kjúklinginn áður en að hann er settur inn aftur.
 7. Ofninn er þá hitaður eins mikið og hægt er, 250°C í mínu tilfelli. Kjúklingurinn er þá eldaður þangað til það er komin falleg brún húð, passið að brenni ekki.
 8. Njótið!
Advertisements

1 thought on “Sunnudags kjúklingur

 1. Takk fyrir þetta Guðríður. Geðveikt góður kjulli, fann reyndar ekki Tímjan en setti bara rósmarín í staðinn og kom vel út :))
  Bkv, Anna Ingibjörg lybbi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s