Sunnudags kjúklingur

kjúlliEftir að heimilið kynntist Heston var bara ekki aftur snúið. Hér er á ferðinni einn albesti kjúklingur sem við höfum smakkað, sjá uppskriftina hans hér. Orðin sem komu út úr Daða voru einhvernveginn svona : OMG og ÞETTA ER BESTI KJÚKLINGUR SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!!! HANN ER SVO MJÚKUR!!! Þennan mæli ég með að gera á sunnudegi því að það þarf að vera soldið heima yfir þessu, eða þá bara ef þú nennir að borða seint á virkum degi, það er líka allt í lagi. Eldunartíminn er nebblilega alveg 3-4 tímar.

 1. Kjúklingurinn þarf að liggja yfir nótt í saltbaði. Ég kom mínum kjúkling fyrir í stórum potti og í hann komust 3 L af vatni með kjúklingnum í. Fyrir hvern líter af vatni á að blanda 60 g af salti útí. Mikilvægt er að allur kjúklingurinn sé þakinn saltvatnsblöndunni. 
 2. Setjið plastfilmu yfir pottinn og látið standa yfir nótt í ísskáp.
 3. Þerrið kjúklinginn og komið honum fyrir í eldföstu móti. Inní kjúklinginn fer:
  • Heil sítróna sem búið er að kremja og gata
  • Hálft búnt af fersku timjan
 4. Kjúklingurinn er þá smurður með smjöri og komið fyrir í ofninum á 90°C. Eldið kjúklinginn þangað til kjarnhiti bringunnar er orðin 60°C, það getur tekið 2-3 tíma eftir því hversu stór kjúklingurinn er.
 5. Þegar 60°C kjarnhita er náð er kjúklingurinn tekinn út og á að standa við stofuhita í 45 mín til þess að jafna sig.
 6. Bræðið 125 g af smjöri og setjið hinn helminginn af ferska timjaninu í pottinn með smjörinu. (Heston er 30 ml af hvítvíni líka en ég sleppti því reyndar) Makið þessu ofan á kjúklinginn áður en að hann er settur inn aftur.
 7. Ofninn er þá hitaður eins mikið og hægt er, 250°C í mínu tilfelli. Kjúklingurinn er þá eldaður þangað til það er komin falleg brún húð, passið að brenni ekki.
 8. Njótið!
Advertisements

One thought on “Sunnudags kjúklingur

 1. Takk fyrir þetta Guðríður. Geðveikt góður kjulli, fann reyndar ekki Tímjan en setti bara rósmarín í staðinn og kom vel út :))
  Bkv, Anna Ingibjörg lybbi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s